Hver man ekki eftir súra sælgætisæðinu, þegar súra hlaupið og brjóstsykurinn var í fyrsta sæti? Hér er komin draumauppskrift af ísköldum, svalandi, súrum og sætum frostpinnar sem ofureinfalt er að útbúa þar sem súrir hlaupkarlar spila aðalhlutverkið. Það er engin önnur en Berglind Hreiðars köku- og matarbloggari með meiru hjá Gotterí og gersemar sem á heiðurinn af þessari súru uppskrift af sumarpinnunum. „Stelpurnar mínar elska þessa hlaupkarla, Sour Patch Kids svo þessir súru sumarpinnar hittu vel í mark og þeim fannst þeir geggjaðir,“sagði Berglind og nýtur þess sjálf að borða súra klaka í sumargleðinni þessa dagana.
Súrir sumarpinnar
- 1-2 pokar Sour Patch Kids hlaupkarlar
- 1 x Capri Sun Multivitamin safi
- 1 x Capri Sun Orange Peach safi
- Hellið Capri Sun safa í frostpinnamót, fyllið um ¾ af forminu, þessi hráefni duga í 6-10 frostpinna eftir því hvernig mót þið eruð með.
- Raðið næst hlaupkörlunum í formið þar til það verður sléttfullt.
- Stingið þá priki í það og frystið í að minnsta kosti 5 klukkustundir eða yfir nótt.
Þeir eru að gera allt vitlaust þessa dagana, þessir súru sumarpinnar með hlaupkörlunum mjúku og litríku./Ljósmyndir Berglind Hreiðars.
*Allt hráefnið fæst í Bónus.