Tryllingslega ljúffengar Lútmílur sem allir sælkerar munu elska

Það vita kannski ekki allir hvað Lútmílur eru en þetta eru ostafylltar kartöflur sem eru grillaðar og eru algjört sælgæti. Nú er uppskerutíminn og ekkert betra en að fá nýjar kartöflur og leika sér með þær á grillinu með alls konar góðgæti. Berglind Hreiðars köku- og matarbloggari sem heldur úti síðunni Gotterí og gersemar á heiðurinn af þessari uppskrift og hefur notið þess að snæða Lútmílur í sumar.

„Linda frænka spurði hvort hún ætti ekki að gera „lútmílu“ í kartöflurnar þegar við vorum að grilla fyrir norðan í sumarfríinu. Ég vissi ekki hvað hún var að tala um en sagði bara já, ég er til! Þá hafði vinkona hennar frá Tékklandi gert þetta fyrir þau fyrir einhverjum árum og hún notað hugmyndina frá henni síðan þá. Ég hef aldrei fengið svona áður og þetta er algjör snilld í bakaða kartöflu, þvílíkt sælgæti,“segir Berglind og er hæstánægð að hafa fengið þessa uppskrift í safnið.

M&H Lutmila-18-1024x683.jpg

Ostafylltar kartöflur „Lútmíla“
100 g sýrður rjómi frá Gott í matinn
70 g majónes
30 g rjómi frá Gott í matinn
2 hvítlauksrif
1 tsk. salt
½ tsk. pipar
100 g rifinn Cheddar ostur frá Gott í matinn
100 g rifinn Mozzarella ostur frá Gott í matinn


1. Pískið saman sýrðan rjóma, majónes, rjóma, hvítlauksrif, salt og pipar.
2. Blandið síðan báðum tegundum af osti saman við og geymið í kæli fram að notkun.
3. Skerið kross í bakaða kartöflu og leyfið vel af „lútmílu“ að bráðna ofan í hana.
4. Hægt er að bjóða upp á bakaða kartöflu á þennan máta með hvaða kjöti, sósu og öðru meðlæti sem hugurinn girnist.

M&H Lutmila-7-683x1024.jpg

Hér er ljúffenga fyllingin í kartöflurnar og hægt er að setja hana í hvaðeina sem passar vel með osti, bráðnar í munni./Ljósmyndir Berglind Hreiðars.
*Allt hráefnið fæst i Bónus.