Tryllingslega góðir lakkrískubbar

Sú sem á þessa tryllingslegu ljúfengu uppskrift af heimsins bestu lakkrískubbum með döðlum er engin önnur en Berglind Guðmundsdóttir köku- og matarbloggari hjá Gulur, rauður, grænn & salt. Berglind er þekkt fyrir að töfrar fram sælkera kökur og kræsingar sem fáir geta staðist og það má með sanni segja um þessa lakkrískubba. Berglindi er margt til lista lagt og leggur hún mikla áherslu að matur eigi að vera góður fyrir sálina og gleðja okkur.

Lakkrískubbar
500 g döðlur saxaðar smátt
250 g smjör
120 g púðursykur
5-6 bollar Rice crispies
400 g rjómasúkkulaði
2 pokar lakkrískurl

  1. Döðlur og smjör brætt saman í potti. Púðursykurinn er bræddur með þangað til döðlurnar eru orðnar mjúkar.
  2. Blandið Rice crispies og lakkrískurli saman við og setjið í form í frysti í 10 mínútur.
  3. Bræðið súkkulaðið yfir vatnsbaði. Hellið yfir rice crispiesblönduna og frystið í u.þ.b. 30 mínútur.
  4. Skerið í bita og berið fram og njótið.

Gaman að bera fallega fram, til dæmis á háum kökudiski og leyfa bitunum að njóta sín til fulls.

*Allt hráefnið fæst í Bónus