Þegar sólin skín og sumarið kemur sterkt inn fá flestir löngun til þess að grilla eitthvað girnilegt. Margir eiga sinn uppáhalds hamborgara og Nanna Kaaber Árnadóttir er ein af þeim. Nanna er íþróttafræðingur og starfandi einkaþjálfari hjá World Class á Seltjarnarnesi og kann svo sannarlega að njóta á milli æfinga. Hún á sinn uppáhalds hamborgara og ljóstrar hér upp leyniuppskriftinni sinni.
Áttu þér þinn uppáhalds heimatilbúinn hamborgara?
„Uppáhalds hamborgarinn minn á grillið er kannski ekki hamborgari í sjálfu sér en ég kalla hann góðborgarann og að mínu mati mikið betri en venjulegur hamborgari,“ segir Nanna.
Hvaða meðlæti notar þú á góðborgarann þinn og hvernig útbýrðu hann?
„Fyrst sker ég niður sætar kartöflur í teninga og set inn í ofn. Svo geri ég einhvers konar salat, að þessu sinni var það grænt salat með vínberjum og fetaosti. Síðan laga ég guacomole en í því er avocado, limesafi, rauðlaukur, kóríander og salt og pipar. Svo grilla ég 100% nautaborgarann og aspas og strái parmesan osti yfir við síðustu mínútur grillunarinnar. Þá er ég komin með þennan dásamlega góðborgara með guacomole og sweet chili sósu ofan á og aspas, sætar kartöflur og salat sem meðlæti,“ segir Nanna sem er farin að bíða spennt eftir að snæða góðborgarinn sinn.
Skotheldur sumardrykkur sem bragð er af
Nönnu finnst jafnframt nauðsynlegt að fá sér góðan sumardrykk með góðborgaranum og einn er í mikli uppáhaldi. „Sumardrykkurinn minn er svo gin blandað með Elderflower gosi og toppað með smá freyðivíni.“