Ef það er einhvern tíma tilefni til að baka í aðventunni þá er það einmitt núna og fátt sem gleður jafn mikið eins og guðdómlega ljúffengir mola. Þessir truffluðu molar er kærkomin viðbót við Sörurnar og geta dimmu dagsljósi breytt. Þessi snilldar uppskrift kemur úr smiðju Maríu Gomez á Paz.is og er algjört sælgæti.
„Ég veit fátt sem gleður mig meira í matargerð en þegar eitthvað sem ég bý til er fáranlega auðvelt en svo fáranlega gott,“segir María og hvetur alla til að prófa. „Það er algjör bilun að prófa ekki þessa uppskrift því ég held að ég geti vel staðið og fallið með þessari en allir sem hafa smakkað hafa nánast malað eins og kisur við að borða þetta.“
Best er að geyma trufflurnar í frystir og taka svo út rétt áður en á að neyta þeirra. Margir vita fátt betra en að eiga svona mola í frystir til að taka einn og einn út með kaffinu eða heita súkkulaðinu þegar þeim langar að njóta eða óvæntir gestir ber að garði.
Trufflaðar Oreo trufflur með Daim hjúp
- 4 x 100 g pokar af daim kurli
- 425 g Oreo kexkökur (þurfið að kaupa 3xkassa)
- 225 g Philadelphia Original rjómaostur
- 1 tsk. vanillu Extract eða vanilludropar
- 1/2 tsk. fínt borðsalt
- 500 g Milka hreint súkkulaði
Aðferð
- Byrjið á að mala Daimkurlið í blandara og leggjið til hliðar á disk.
- Setjið næst Oreo kexið í blandara eða matvinnsluvél og malið alveg að mylsnu og leggjið til hliðar.
- Setjið næst Phildelphia ost, vanilludropa og salt í hrærivél með hræraranum, ekki þeytaranum.
- Hrærið vel saman þar til er orðið loftkennt og létt.
- Bætið þá Oreo mylsnunni út í og hrærið þar til er orðið dökkt og vel blandað saman.
- Mótið svo kúlur úr maukinu á stærð við kókoskúlur kannski ögn minni.
- Setjið í frystir í 30 mínútur minnst, ef mikið lengur breiðið þá plast yfir.
- Þegar þið ætlið að súkkulaðihúða kúlurnar er best að bræða Milka súkkulaðið yfir vatnsbaði.
- Dýfið svo hverri kúlu í súkkulaðið og svo beint ofan í Daim mylsnuna og passið að það fari vel á allan hringinn.
- Setjið svo hverja kúlu á bökunarplötu með smjörpappa og leyfið súkkulaðinu að storkna.
- Þá er best að setja þær í ílát og inn í frystir þar sem er best að geyma þær og taka svo út rétt áður en á að neyta.
Njótið vel og gleðilega aðventu.
Svo kemur stökkur Milka súkkulaðihjúpur með Daim mylsnu sem gefur hart undir tönn svo þetta verður algjörlega fullkomið.
Þær passa fullkomlega með kaffinu og bæði börn og fullorðnir elska trufflurnar.
Myndir frá Maríu Gomez.