Tólf leiðir til þess að nýta örbylgjuofninn betur

Ef þú átt örbylgjuofn á heimilinu þá getur verið gott að vita að þeir eru til margra hluta nytsamlegir og geta gert margt annað en að hita afganga gærdagsins.

Hér fyrir neðan eru tólf leiðir fyrir þig til þess að nýta örbylgjuofninn vel:

1. Bræddu smjör:

Settu smjörið í glerskál og láttu það á miðlungs hita í 30 sekúndur í senn en gættu þess að fylgjast með.

2. Bræddu súkkulaði:

Skerðu súkkulaðið í bita og settu á hæsta hita í örbylgjuofninn en aðeins í 30 sekúndur í senn og mundu að fylgjast með og hræra í skálinni.

3. Mýktu rjómaostinn:

Skerðu rjómaostinn niður í bita og settu í skál í örbylgjuofninn. Ofninn á hæsta styrk í 15-20 sekúndur.

4. Mýktu ísinn:

Kannastu við að eiga í vandræðum með að ná ísnum í skeiðina? Settu ísinn í örbylgjuofninn á hæsta styrk í 10 sekúndur. Mundu að fylgjast með.

5. Mýktu púðursykurinn:

Settu púðursykurinn í skál og skvettu yfir einni teskeið af vatni. Settu lok á skálina og láttu styrkinn á lægsta í eina mínútu í senn í fjórar mínútur en gættu þess að hræra í inn á milli.

6. Ristaðu furuhnetur og möndlur:

Settu hneturnar og/eða möndlurnar á disk og hitaðu í örbylgjuofninum á hæsta styrk, eina mínútu í senn í fjórar til fimm mínútur og hristu í þeim á mínútu fresti.

7. Steiktu beikon:

Láttu sex sneiðar af beikoni á milli tveggja eldhúsbréfa. Stilltu ofninn á hæsta styrk þar til beikonið er full eldað eftir fjórar til fimm mínútur.

8. Gufusoðnar gulrætur:

Settu niðursneiddar gulrætur í skál ásamt matskeið af vatni. Láttu lok á skálina og eldaðu á fullum styrk í fjórar til sex mínútur. Taktu svo lokið strax af.

10. Bakaðar kartöflur:

Nuddaðu kartöfluna með olíu og settu á disk fyrir örbylgjuofninn. Eldaðu kartöfluna á hæsta styrk í 12 til 14 mínútur. Stingdu þá í hana með gaffli.

11. Soðin hrísgrjón:

Láttu bolla af hvítum hrísgrjónum á móti tveimur af vatni og hálfri teskeið af salti í örbylgjuskál. Eldaðu án loksins á hæsta styrk í 15-18 mínútur eða þar til grjónin eru tilbúin.

12. Poppaðu án popppoka:

Settu hálfan bolla af poppmaís á móti matskeið af matarolíu í örbylgjuskál með loki. Eldaðu á hæsta styrk í 3-5 mínútur, eða þar til þú hættir að heyra popphljóðið.

Birt í samstarfi við Heilsutorg - Hér má sjá fleiri greinar.