Berglind Ósk Haraldsdóttir annar eiganda Eldhústöfra verður hjá Sjöfn Þórðar í þættinum Fasteignir og Heimili í kvöld:
Hvern dreymir ekki um að eiga töfratæki í eldhúsinu sem getur séð um alla eldamennskuna og einfaldað verkin til muna. Sjöfn Þórðar heimsækir Berglindi Ósk Haraldsdóttur sem er annar eiganda fyrirtækisins Eldhústöfrar og fær að kynnast eldhústækinu Thermomix sem virðist vera töfratæki sem flestir myndu vilja eiga í eldhúsinu. Eldhústöfrar er fjölskyldufyrirtæki sem þær mágkonurnar Berglind og Rebekka Ómarsdóttir eiga og reka saman. Að sögn Berglindar bjó mágkona hennar Rebekka í Svíþjóð fyrir nokkrum árum og kynntist þessu töfratæki þar. Og eftir að þær báðar höfðu eignast eitt slíkt var ekki aftur snúið. „Okkur langaði að kynna þetta tæki fyrir fólkinu hér heima og erum umboðs- og dreifingaraðilar þýska fyrirtækisins Vorwerk sem framleiðir Thermomix og úr varð fyrirtækið Eldhústöfrar,“ segir Berglind.
Aðspurð segir Berglind að tækið hafi breytt og einfaldað alla matseld á heimilinu auk þess sem matvælin séu nýtt mun betur. Einn af helstum kostum tækisins sé sá að hægt er að gera nánast allan mat frá grunni, m.a. sósur og súpur á örskammri stundu sem og jógúrt svo dæmi séu tekin. Berglind sýnir Sjöfn helstu eiginleika tækisins þar sem það opnar þér nýjan heim á einfaldan hátt, auk þess sem hún lagar fyrir hana bananaís sem inniheldur eingöngu banana! Upplifun Sjafnar var einfaldlega besti banananaís sem hún hefur bragðað.
Meira um þetta snjalla töfraeldhústæki í þættinum í kvöld.
Þátturinn Fasteignir & Heimili verður á dagskrá í kvöld klukkan 20.30 og er að jafnan ferskur, fjölbreyttur og með persónulegum blæ.