Aðventan er gengi í garð og dagurinn hefur styst verulega sem þýðir að skammdegið og húmið hangir yfir okkur all langan daginn. Þetta er þessi árstími sem notkun á kertum er hvað mest og kertavaxið á það til að leka í sparidúkana yfir hátíðarnar. Þá er nauðsyn að búa yfir töfraráði til að ná kertavaxinu úr.
Best er að byrja á því að ná sem mestu af vaxinu burt. Það er auðveldast með því að frysta eða kæla vaxblettinn og skafa sem mest af. Ef um litlaust vax er að ræða getur verið gott að leggja eldhúspappír, litlausan, yfir og strauja með volgu straujárni yfir. Ef vaxið er litað er betra að nota rauðspritt eða brennsluspritt til að ná blettinum úr eða jafnvel hreinsað bensín ef liturinn er sterkur. Kertavaxleifar leysast upp við 60°gráður hita og ef dúkurinn eða flíkin þolir þann hita er best að þvo hann strax eftir blettahreinsunina.