Hver kannast ekki við að hvítu íþróttaskórnir eru orðnir haugdrullugir og erfitt er að ná óhreinindum af hvítu sólunum? Þvottasódi er töfraefni þegar kemur að því að þrífa hvíta íþróttaskó og sóla. Kosturinn við þvottasóda er að hann er fjölnota heimilishreinsiefni, vistvænn og ódýr kostur. Gott er að maka honum með litlu bursta, til dæmis tannbursta á sóla á hvítum íþróttaskóm og þvo þá. Skórnir munu verða eins og nýir. Einnig er þvottasódinn góður á hvít garðhúsgögn úr plasti og til þess að þrífa klósett, baðkar og baðvaska. Einnig er hann góður á ryðbletti á blómapottum og postulíni.
Hægt er að losa fitu af eldhúsviftum, hellum og flísum með því að leysa sódann upp í volgu vatni. Þvottasódann má nota til ýmissa heimilisþrifa og það er hreint töfraráð að nýta þvottasódann.