Hver kannast ekki við það erfiða verkefni að þrífa skurðarbretti, sérstaklega þau sem eru úr við. Vökvi og ýmis óhreinindi eiga það til að safnast saman ofan í skurðunum sem í þeim myndast og því oftar en ekki erfiðis vinna að hreinsa þau. Vinnan þarf þó ekki að vera svo erfið.
Þið þurfið einungis þetta tvennt til verksins:
- Salt
- Sítrónu
Það eina sem þarf er sítróna og gróft salt. Nudda skal sítrónunni og saltinu við brettið sem leysir upp öll óhreinindi. Að því loknu nægir að skola brettið lauslega með rökum klút. Síðan er töfraráð að bera reglulega á viðarbrettin góðri ólífuolíu með eldhúsbréfi. Þá þorna viðurinn síður og minni líkur á því að sprungur myndist í viðarbrettinu.
Sítrónur geta gert kraftaverk á mörgum sviðum.
Hið sama má segja um eiginleika saltsins.