Flest okkar telja að það sé best fyrir öll matvæli að þau séu geymd í ísskápnum svo þau endist lengur. Það er rétt að þetta á við flest öll fersk matvæli en þó eru hlutir sem eiga alls ekki að vera geymdir inn í ísskápnum og hér eru nokkur ráð til að láta ákveðin matvæli endast lengur.
1. Kartöflur
Kartöflur ættu helst að vera geymdar í pappírspoka eða netpoka á þurrum stað. Ef kartöflur eru geymdar í ísskáp breytist sterkjan í sykur og missa lit þegar þær eru soðnar. Alls ekki skola kartöflur áður en þær eru geymdar þar sem rakinn hraðar því að þær verði óætar.
2. Laukur
Laukur á ekki að vera geymdur inn í ísskáp þar sem rakinn gerir hann mjúkan. Laukur er best geymdur á vel loftuðum og við stofuhita á þurrum stað. Gott að forða honum frá sólarljósi þar sem hann getur farið að spíra.
3. Tómatar
Með því að geyma tómata inn í ísskáp, skemmir þú kjarna tómatsins sem skemmir bragð tómatsins. Tómatarnir verða einnig vatnskenndir. Geymdu þá frekar í skál í eldhúsinu þar sem þeir þroskast og verða bragðmeiri.
4. Hvítlaukur
Best er að geymda hvítlaukinn á þurrum stað. Sé hvítlaukur geymdur í ísskáp verður hann gúmmíkenndur og fer frekar að spíra.
5. Brauð
Ef þú geymir brauðið inn í ísskáp verður það hart og seigt. Rakinn í ísskápnum lætur brauðið mygla mun hraðar.
6. Avókadó
Best er að geyma avókadó í bréfpoka í eldhúsinu. Kuldinn í ísskápnum hefur áhrif á þroskaferli þess og sem hefur áhrif á bragðið. Einnig á ekki að geyma avókadó nálægt bönunum þar sem það hefur einnig áhrif á þroskaferli þess.
7. Hunang
Með því að geyma hunang inn í ísskápnum kristallast það og verður kekkjótt. Hunangið geymist lang best á þurrum stað þar sem það helst ferskt. Vertu viss um að loka vel lokinu á hunangskrukkunni.
8. Bananar
Bananar þola illa kulda og séu þeir geymdir í ísskápnum verða þeir fljótt svartir og mjúkir.
9. Melónur
Kuldinn og rakinn í ísskápnum lætur melónur missa næringargildi og hefur áhrif á bragð. Eftir að melónan er skorinn er best að setja hana í lokaðar umbúðir. Skornar melónur geta enst í um fjóra daga í lokuðum umbúðum inn í ísskápnum.
10. Ólífuolía
Sé ólífuolía geymd inn í ísskápnum harðnar hún fljótt og verður í raun ónothæf. Best er að geyma olíuna við stofuhita á þurrum stað. Passið að flaskan sé alltaf lokuð svo hún endist lengur.