Tískuvöruverslun á heimsklassa á sviði tísku þar sem viðskiptavinurinn er ávallt í forgrunni

Í kvöld ætlar Sjöfn Þórðar að heimsækja Hafnartorgið sem er kærkomin viðbót í miðbæjarflóruna og hefur gjörbreytt ásýnd hafnarsvæðisins til hins betra.  Glæsilegar fasteignir hafa risið upp og tengt gamla tímann við hin nýja með glæsilegri útkomum. Í tilefni þess og í aðdraganda jólanna heimsækir Sjöfn, Tinnu Bergmann rekstrar- og verslunarstjóra tískuvöruverslunarinnar GK Reykjavík á Hafnartorginu sem er á heimsklassa á sviði tísku og viðskiptavinurinn nýtur fyrsta flokks þjónustu á persónulegum nótum.  Tinna hefur unnið í tískubransanum í London í Luxury yfir tólf ár, bæði sem stíllisti og rekstrarstjóri. Hún kom heim með nýja vitneskju og sýn sem gefur nýja og áhugaverða upplifun þegar viðskiptavinir koma í heimsókn í GK Reykjavík.  Þar er mikið lagt upp úr faglegri ráðgjöf og skemmtilegum uppákomum. Meira um það í þættinum í kvöld.

Missið ekki af áhugaverðu innliti í verslunina í þættinum í kvöld.

Þátturinn Fasteignir & Heimili verður á dagskrá í kvöld klukkan 20.30 og aftur klukkan 22.30.