Sumarið er alls ekki búið þó farið sé að rökkva á kvöldin og má segja að rómantíski tíminn sem um garð genginn. Hægt er að njóta síðsumarsins og hafa það huggulegt heima í stofu. Tími kertanna er kominn aftur og nú er lag að kveikja á einu og einu kerti þegar líður tekur á kvöld og njóta rökkursins. Það er ákveðin kyrrð sem fylgir þessum árstíma og upplagt að skapa rómantíska kertastemningu á heimilinu eða í sumarhúsinu. Hægt er að hafa það kósí við kertaljós með bók við hönd eða hvaðeina sem heillar.
Til eru marga fallegar kertaluktir og kertastjakar sem prýða heimilinu og skapa þessa dulúð sem fylgir síðsumrinu og komandi hausti. Hér má sjá nokkrar myndir af kertaljósastemningunni sem hægt er að útbúa á ýmsa vegu.
Hér má sjá fallega kertastjaka í nokkrum stærðum og gerðum sem mynda rómantíska stemningu i rýminu. Ljósmyndir Hringbraut/Pinterest
Fallegar kertaluktir gera mikið fyrir rými eins og þetta og gleðja augað. Ljósmyndir Hringbraut/Pinterest
Hér er dulúð og rómantískur blær yfir kertunum í stórum glerkassa sem setur svip sinn á rýmið. Ljósmyndir Hringbraut/Pinterest
Fjölbreytt form, litir og lögun gleðja./Hringbraut/Pinterest
Kertaluktir á gólfi gefa frá sér hlýja og notalega birtu./Hringbraut/Pinterest