Tími fyrir hlýlega vorsúpu

Súpur eru vanmetnar. Og þær bestu eiga náttúrlega að vera á borðum Íslendinga í hverri viku. Allar þjóðir eiga sér ríka og góða súpuhefð - og þótt kjötsúpan íslenska sé dásemdin uppmáluð er hún kannski ekki eitthvað sem menn eta yfir 50 sinnum á ári; fjölbreytnin er miklu lystugri kostur - og það er nóg til af allra handa súpum frá öllum kimum jarðarinnar til að njóta og neyta. Til dæmis þessi; Skellið matskeið af ólífuolíu og kókosolíu í pottinn og steikið hálft kíló af kjúklingabitum í hæfilegan tíma, helst lundir, en takið þær svo frá og steikið 150 grömm af bankabyggi í stutta stund í pottinum og setjð passlegt magn af hvítlauk og engiferi og kannski niðursneiddum vorlauk út í ásamt salti, pipar og svo náttúrlega vatni sem hellt er gætilega yfir allt saman með kjúklingakrafti innanborðs. Svo mallar þetta í hálftíma áður en kjúklingurinn er settur út í og þá er súpan tilbúin eftir fimm mínútur. Snilld, takk fyrir ...