Í þættinum Hugarfar með Helgu Maríu sem sýndir voru í vetur voru veitt hin ýmsu heilsuráð. Í einum þættinum hitti Helga leikarann brosmilda Bjart Guðmundsson. Sem leikari er hann vanur að fara upp og niður tilfinningaskalann, en hann upplifir sig sem sveiflukennda manneskju að eðlisfari. Hann fór því að finna leiðir til þess að halda tilfinningalegu jafnvægi með það fyrir augum að finna fyrir meiri vellíðan. Hann notar einfaldar aðferðir og vinnur með sinn eigin líkama.
„Ég hef rosalega mikla trú á því að það séu þrír þættir sem hafa áhrif á líðan okkar og þessir þrír þættir eru númer eitt líkamsbeiting, bara hvað við erum að gera með líkamanum, það er að líkaminn hefur áhrif á tilfinningaástand okkar. Svo hef ég trú á því að tilfinningaástand okkar sé runnið undan fókus hugans, bara að hverju erum við að einbeita okkur og hvernig. Og síðasta tólið er orðavalið, bara hvaða orð eru að fljúga í gegnum hausinn á mér núna.“
Skemmtilegt og fróðlegt viðtal sem má finna hér: