Til marks um áhrif ólafs ragnars


Það er til marks um að völd og áhrif Ólafs Ragnars að stærstu fjölmiðlar landsins hyggist opna fyrir sjónvarpsútsendingar og sýna hvert einasta orð sem hann hefur að segja okkur klukkan 16.15 í dag. Án þess að efni fundarins liggi fyrir. ÓRG mun tala hægt og hafa langan aðdraganda að kjarna málsins. Það gerir hann alltaf. Og allir stökkva af stað, án þess að efni fundarins liggi fyrir.


Klukkan 16.15 í dag mun allt atvinnulíf á landinu leggjast niður.


\"Hef því ákveðið að bjóða mig ekki fram til endurkjörs,\" sagði ÓRG í síðasta áramótaávarpi.


En síðan hefur gengið ýmislegt á.


Eitt er að landið logar vegna pólitískrar stjórnarkreppu.


Annað er að þungavigtarmenn hafa nýverið boðið sig fram til embættis forseta Íslands og fleiri eru á leiðinni.


Enginn skyldi halda að ÓRG hafi nokkru sinni tímasett nokkurn hlut af tilviljun.


En hvort hann segir af eða á veit enginn nema hann sjálfur og sennilega Örnólfur forsetaritari. Það er þó ekki alveg víst!


En fundarboðið og viðbrögðin við því eru til marks um áhrif Ólafs Ragnars. Og víst er að kalt vatn rennur næstu mínútur milli skinns og hörunds þeirra sem þegar hafa ákveðið að taka slaginn eða eru í startholum um framboð til embættis forseta Íslands.

Niðurstaðan verður léttir fyrir suma en vonbrigði fyrir aðra.