Þrjátíu þingmenn okkar senda opið bréf til pólska þingsins með áskorun út af lögum um bann við fóstureyðingum.
Sá flokkur sem stendur fyrir þessu í Póllandi heitir LÖG OG RÉTTLÆTI og er systurflokkur Sjálfstæðisflokksins í þeim skilningi að þessir tveir flokkar eru saman í samtökum evrópskra hægri öfgaflokka sem hafa þá stefnu að vera á móti samkynhneigðum, Múslimum, ESB og fóstureyðingum.
Áður var Sjálfstæðisflokkurinn í öðrum svona samtökum, borgaralegum og kristilegum.
Í nóvember 2009 sagði Sjálfstæðisflokkurinn sig úr þeim og gekk til liðs við öfgahægri samtökin að áeggjan Guðlaugs Þórs Þórðarsonar og með stuðningi Bjarna Ben.
Er ekki best að senda áskorunina bara til þeirra?
Eins og sjá má í meðf. frétt skrifa 30 þingmenn undir þessa áskorun.
Þar af einungis einn úr Sjálfstæðisflokki, Unnur Brá Konráðsdóttir. Hinir vilja væntanlega ekki móðga pólska systurflokkinn, LÖG OG RÉTTLÆTI.