Þrír garðar hannaðir í metnaðarfullu samstarfi landslagsarkitekts og garðeigenda

Þegar kemur að því að hanna draumagarðinn er enginn betur til þess fallinn en Björn Jóhannsson landslagsarkitekt hjá Urban Beat. Sérhæfing hjá Urban Beat liggur í garðahönnun og hefur Björn verið að hanna garða síðan á síðustu öld og er eini landslagsarkitektinn sem hefur gefið sig algjörlega að slíkum verkefnum. Björn er jafnframt í góðu samstarfi við Eirík Garðar Einarsson hjá Garðaþjónustu Reykjavíkur þegar kemur að framkvæmdin sjálfri, verkinu að láta draumagarðinn verða að veruleika eftir hönnun Björns.

M&H 27.apríl 2021 Björn Jóhannsson & Eiríkur G. Einarsson.jpg

Staðan á framkvæmdunum tekin út með Eiríki Garðari Einarsssyni og Birni Jóhannssyni í þættinum Matur og Heimili með Sjöfn Þórðar.

Sjöfn Þórðar fer í garðaskoðun með Birni þar sem þrír ólíkir garðar sem eru komnir í vinnslu eftir hönnun Björns í þættinum Matur og Heimili í kvöld. Þau hitta jafnframt Eirík framkvæmdastjóra hjá Garðaþjónustu Reykjavíkur og Hörð Lúthersson verkstjóra sem hafa umsjón og framkvæmd með verkunum í samráði við Björn og fá innsýn í verkefnin sem framundan eru.

„Garðarnir þrír voru hannaðir í metnaðarfullu samstarfi landslagsarkitekts og garðeigenda. Þörfin fyrir fjölbreytta útiveru er sú sama, en hver garður hefur sín séreinkenni til að mynda skjólveggi með gleri þannig að útsýni innan garð og utan njóti sín, tröppur sem gott er að setjast í og úthugsaða staðsetningu fyrir grill,“segir Björn. En í framhaldi af hönnuninni kom Eiríkur að verkinu og hann hafði þetta um samstarfið að segja: „Með því að fá Björn á staðinn vikulega getum við tekið strax á öllum vafaatriðum og rætt bestu leiðirnar til þess að leysa óvæntar áskoranir. Þetta auðveldar vinnu iðnaðarmannanna talsvert og meiri gaumur er gefin að smáatriðum."

M&H Björn Jóhannss & Sjöfn Þórðar.jpg

Við fáum að sjá stöðuna eins og hún er í dag og svo er ætlunin að sjá garðana þrjá aftur í haust, fulltilbúna í fullum skrúða. Þá verða garðeigendurnir búnir fá óskir sínar uppfylltar um draumagarðinn.

M&H 27.apríl 2021 Garðaskoðun.jpg

Missið ekki af áhugaverðum heimsóknum í garðana þar sem augun beinast af hönnun og framkvæmd á draumagarðinum í þættinum Matur og Heimili í kvöld klukkan 20.00 á Hringbraut. Sjón er sögu ríkari.