Þórunn þérar steingrím

Mikil ánægja og gleði ríkti meðal þingmanna, með eigin störf, þegar þeir lögðu niður störf í aðdraganda jóla. Þórunn Egilsdóttir, sem er þingflokksformaður Framsóknarflokksins, talaði til forseta Alþingis við það tækifæri. Þórunni var mikið niðri fyrir. Svo mikið að hún greip til þéringa, þegar hún ávarpaði forseta Alþingis, trúlega af lotningu.

„Forseti vor ólst upp í sveit sem státar af því að þar er að finna forystufé á flestum bæjum. Eiginleikar forystukindar eru einstakir. Þær eru ratvísar, áræðnar og greindar og leiða fjárhópinn og forða honum frá hættum. Tel ég að forseti vor hafi nokkuð lært af forystukindinni í uppvexti sínum og að kostir Þistilfirðingsins hafi nýst nokkuð vel undanfarnar vikur.“

Ekki bara að Þórunn sýni Steingrími fáheyrða virðingu með þéringum, heldur og líkir hún honum við forystfé. Hjá sumum verður ekki meira gert, en einmitt það.