Þórunn Antonía: „Mikið er ég fegin að árið er liðið“

Tónlistarkonan Þórunn Antonía Magnúsdóttir gerir upp árið 2022 í pistli sem hún birti á Instagram-síðu sinni í gær. Óhætt er að segja að margar áskoranir hafi mætt Þórunni á nýliðnu ári; hún glímdi meðal annars við heilsubrest vegna myglu og þá greindist hún með legslímuflakk.

Þórunn virðist mjög ánægð með að árið 2022 sé að baki og vonast til þess að árið 2023 verði ögn auðveldara.

„2023. Ég sé þig. Ég öðlaðist svo mikinn styrk á seinasta ári. Ég er þakklát fyrir allt. 2022 var árið sem reyndi að brjóta mig. Ég sigraði. Ég sé skýrt hvað skiptir máli. Hverjir skipta mig máli og ég er meyr hversu lánsöm ég er. Fuck you 2022 mikið er ég fegin að árið er liðið. Er ekki komin timi á gleði og ást og hlátur? Hugsanlega nýtt heimili og nýjan kött. Namaste eða eittvað. 2023 ég er tilbúin.“