Þórunn Antonía með mikil­væg skila­boð: „Sýnum skilning og virðingu“

Tón­listar­konan Þórunn Antonía Magnús­dóttir kallar eftir því að fólk sýni þeim sem eru aldraðir eða með undir­liggjandi sjúk­dóma skilning og virðingu.

Til­efnið er CO­VID-19 kóróna­veiran en eins og greint var frá á föstu­dag hefur neyðar­stigi verið lýst yfir vegna út­breiðslu veirunnar hér á landi.

Þórunn Antonía segist í færslu á Face­book-síðu sinni vona inni­lega að fólk taki þessa veiru al­var­lega. „Ég er svo þreytt á að lesa: „En þetta er bara eins og venju­leg flensa“ - „Ungt fólk þarf ekkert að óttast“ O.s.frv.“

Þórunn segir að flestir lands­menn eigi fjöl­skyldu­með­limi sem eru með við­kvæmt ó­næmis­kerfi eða aðra undir­liggjandi sjúk­dóma. Þessir ein­staklingar megi ekki við því að veikast. Raunar megi enginn við því að veikjast.

„Heilsan er okkur allt. Já, þetta veldur ýmsum flækjum og vand­ræðum og t.d. eru ég og margir í mínum bransa að missa tekjur sem er jú erfitt,“ segir Þórunn sem bætir við að þetta sé tíma­bundið á­stand sem fag­fólk er að keppast við að ráða fram úr.

„Heilsan er allt. Vöndum okkur í þessu og sýnum þeim sem eru aldraðir, eða með undir­liggjandi sjúk­dóma skilning og virðingu,“ segir hún að lokum.