„Ég er svona um það bil við það að bugast,“ skrifar tónlistarkonan Þórunn Antonía Magnúsdóttir í færslu á samfélagsmiðlum en hún hefur verið á vergangi með börnin sín tvö frá því í lok október og vonast eftir jólakraftaverki.
Þórunn hefur verið í leit að langtímaleiguhúsnæði eftir að mygla fannst í leiguíbúð sem hún bjó sem hafa valdið henni líkamlegum heilsubresti.
Hún birti mynd af sér á samfélagsmiðlum sem sýna líkamleg viðbrögð hennar við myglunni, en hún hefur þróað með sér svo kallað fjölefnaóþol.
„Hér má sjá andlit mitt eftir að það að búa í heilsuspillandi mygla hefur veikt ónæmiskerfið mitt það mikið að þetta er útkoman er ég kemst i tæri við myglu eða hreinlega toxic ilmefni, mýkingarefnum, sterk þvotta efni og svo framvegis sem ónæmiskerfið flokkar á sama hátt meðan maður nær bata,“ skrifar hún.
Þórunn á tvö börn átta og þriggja ára sem hún vonast til að geta fundið nýtt húsnæði fyrir, fyrir jólin.
Þórunn Antonía óþekkjanleg eftir erfið veikindi: „Ég er við það að bugast“
![](http://frettabladid.overcastcdn.com/images/571860.2e16d0ba.fill-988x578-c100.jpg)