Þórunn Antonía óþekkjanleg eftir erfið veikindi: „Ég er við það að bugast“

„Ég er svona um það bil við það að bugast,“ skrifar tón­listar­konan Þórunn Antonía Magnús­dóttir í færslu á sam­fé­lags­miðlum en hún hefur verið á ver­gangi með börnin sín tvö frá því í lok októ­ber og vonast eftir jóla­krafta­verki.
Þórunn hefur verið í leit að lang­tíma­leigu­hús­næði eftir að mygla fannst í leigu­í­búð sem hún bjó sem hafa valdið henni líkam­legum heilsu­bresti.
Hún birti mynd af sér á sam­fé­lags­miðlum sem sýna líkam­leg við­brögð hennar við myglunni, en hún hefur þróað með sér svo kallað fjöl­efna­ó­þol.
„Hér má sjá and­lit mitt eftir að það að búa í heilsu­spillandi mygla hefur veikt ó­næmis­kerfið mitt það mikið að þetta er út­koman er ég kemst i tæri við myglu eða hrein­lega toxic ilm­efni, mýkingar­efnum, sterk þvotta efni og svo fram­vegis sem ó­næmis­kerfið flokkar á sama hátt meðan maður nær bata,“ skrifar hún.
Þórunn á tvö börn átta og þriggja ára sem hún vonast til að geta fundið nýtt hús­næði fyrir, fyrir jólin.