Viðbúið er að Þorbjörn Þórðarson, fréttamaður á Stöð 2, verði ráðinn upplýsingafulltrúi dómsmálaráðuneytisins en 25 sóttu um embættið.
Þorbjörn er úr réttum flokki eins og æði oft hefur komið fram í fréttaflutningi hans og augljósri meðvirkni með Sjálfstæðisflokknum.
Meðal umsækjenda er Auðunn Arnórsson, upplýsingafulltrúi breska sendiráðsins. Hann virðist vera hæfastur umsækjenda vegna menntunar og víðtækrar reynslu. En hann er Samfylkingarmaður og kemur því ekki til álita.
Sigríður Hallgrímsdóttir, fyrrverandi aðstoðarmaður Illuga Gunnarssonar, sækir einnig um en hún hefur verið atvinnulaus frá því Illugi datt út úr ríkisstjórn í janúar 2017. Ýmsir í flokknum hafa freistað þess að finna henni verkefni í rúmt ár en án árangurs. Reynt var að koma henni á misheppnaðan framboðslista flokksins í Reykjavík en jafnvel þar var ekki pláss fyrir hana.
Þorbjörn Þórðarson verður ráðinn. Hann er löglærður. Honum er vafalaust alveg ljóst að Sigríði Andersen verður ekki vært í ráðherraembætti mikið lengur vegna þeirra dóma sem hún hefur hlotið fyrir lögbrot.
Það má einu gilda fyrir hann því verið er að ráða í embætti innan ráðuneytisins sem haggast ekki við ráðherraskipti.
Rtá.