Í Sjálfstæðisflokknum hefur verið ákveðið að Kjartan Magnússon verði framkvæmdastjóri borgarstjórnarflokks Sjálfstæðisflokksins eftir kosningarnar í vor. Með þeirri stöðu hefur Kjartan verið keyptur til fylgis við umdeildan og veikan framboðslista flokksins en eftir því hefur verið tekið hve hljótt hann hefur haft um sig og látið vera að gagnrýna þá illu meðferð sem hann hefur mátt þola af hálfu flokksins.
Áslaug Friðriksdóttir hefur hins vegar gagnrýnt vinnubrögð Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík við val á listann. Hún hefur sagt að reglum hafi verið breytt og að fram hafi farið pólitískar hreinsanir innan flokksins í þágu Guðlaugs Þórs Þórðarsonar sem lét fjarlægja alla af lista flokksins sem hafa stutt Björn Bjarnason eða Illuga Gunnarsson í þeim áralöngu átökum um forystu flokksins í Reykjavík sem Guðlaugur hefur tekið þátt í.
Allt bendir til þess að Eyþór Arnalds verði leiðtogu minnihlutans í borginni og að Kjartan Magnússon verði framkvæmdastjóri borgarstjórnarflokksins í minnihluta. Þess er vænst að hann verði beittari í því hlutverki en hann hefur verið sem einstaklega daufur borgarfulltrúi um árabil.
Áslaug er hins vegar sterklega orðuð við framboð Viðreisnar í Reykjavík enda liggja áherslur hennar nálægt stefnu Viðreisnar. Fram hefur komið að Pawel muni bjóða sig fram. Frekar er gert ráð fyrir að öflug kona skipi efsta sæti Viðreisnar, Pawel verði númer tvö og því má ætla að Áslaug gæti orðið sterk í baráttusæti flokksins, þriðja sætinu. Hún væri líkleg til að vinna það sæti enda á hún drjúgt fylgi, einkum meðal kvenna.
Ef Sjálfstæðisflokkurinn hefði ekki rétt Kjartani hjálparhönd og öruggt starf, þá hefði hann getað farið í framboð fyrir Miðflokkinn sem hefði getað orðið hættulegt. Vigdís Hauksdóttir mun taka fylgi af Sjálfstæðisflokknum en hún mjög hægrisinnuð, allt að því öfgamanneskja til hægri, eins og svo margir í Sjálfstæðsflokknum. Þar á meðal Kjartan Magnússon.
Rtá.