Þetta eru dýrustu sumar­hús landsins – Sjáðu myndirnar

Sex sumar­hús sem kosta yfir 50 milljónir eru til sölu á fast­eigna­vef Morgun­blaðsins. Fjöl­mörg glæsi­leg sumar­hús eru á landinu og nú þegar sumar­húsa­tíma­bilið er að fara á fullt er ekki úr vegi að skoða dýrustu sumar­húsin sem eru til sölu.

Lang­dýrasta húsið er í Önd­verðar­nesi í Þrasta­skógi í Gríms­nes- og Grafnings­hreppi. Um­ræddur bú­staður er 170 fer­metrar og kostar 89,9 milljónir króna. Þar er gisti­rými fyrir býsna marga enda fjögur svefn­her­bergi í húsinu auk ris­hæðar sem hægt er að nota sem setu­stofu.


Hér má sjá yfir­lit yfir dýrustu sumar­húsin:

Önd­verðar­nes - Kambs­braut 16
Verð: 89,9 milljónir
Stærð: 169,7 fer­metrar

Þetta er dýrasti bú­staðurinn sem er til sölu á Ís­landi í dag. Hann er á vin­sælum sumar­húsa­stað í Þrasta­skógi, í næsta ná­grenni við golf­völl og sund­laug. Tvö bað­her­bergi eru í húsinu, gufu­bað og að sjálf­sögðu heitur pottur. Bú­staðurinn var byggður árið 2007 og eru gólf­síðir gluggar í stofu.



Laugar­vatn – Útey 1
Verð: 62,9 milljónir
Stærð: 91,9 fer­metrar

Þetta sumar­hús er á fal­legum og vin­sælum stað á Laugar­vatni í landi út­eyjar. Fal­legt út­sýni er frá húsinu og þeir sem til þekkja vita að veður­sæld er mikil á þessu svæði. Auk þess fylgir húsinu 15 fer­metra nýtt gesta­hús sem stendur á lóðinni. Þá er yfir­byggður heitur pottur og útisturta við bú­staðinn. Eignin var byggð árið 1997 og eru þrjú svefn­her­bergi í húsinu auk gesta­hússins.


Hvols­völlur – Glimbra­tún
Verð: 56 milljónir
Stærð: 134,3 fer­metrar

Hér er á ferðinni glæsi­legt og við­hald­s­létt sumar­hús í landi Hellis­hóla í Fljóts­hlíð. Húsið er byggt árið 2019 og fylgir inn­búið í húsinu með í kaupunum. Húsið er ný­tísku­legt og til marks um það er hægt að fjar­stýra hita og lýsingu hússins með appi í snjall­síma og draga niður hlera fyrir alla glugga að utan á sama hátt. Þá er gólf­hiti í húsinu og marmara­flísar á gólfum. Hjóna­her­bergið er stórt og með sér bað­her­bergi. Þrjú góð svefn­her­bergi eru í húsinu.



Húsa­vík – Höfða­byggð
Verð: 55 milljónir
Stærð: 100,6 fer­metrar

Þetta er í raun heils­árs­hús sem stendur á stórri leigu­lóð í Lunds­skógi í Fnjóska­dal. Um er að ræða steypt hús sem var byggt á árunum 2009 og 2010. Þrjú svefn­her­bergi eru í húsinu með inn­felldri halogen-lýsingu. Úr hjóna­her­berginu er svo út­gengt á verönd. Þá eru raf­drifin glugga­tjöld í húsinu og heitur pottur á verönd. Þá er byggingar­leyfi fyrir 13,5 fer­metra við­byggingu og 49 fer­metra bíl­skúr.


Sel­foss – Þrándar­tún

Verð: 52,9 milljónir
Stærð: 114,6 fer­metrar

Hér er um að ræða heils­árs­hús á einni hæð sem var byggt árið 2011. Inn­réttingar í húsinu eru sér­smíðaðar. Tvö bað­her­bergi eru í húsinu og þrjú svefn­her­bergi. Fyrir utan húsið er frá­gengið plan og um 150 fer­metra sól­pallur með heitum potti frá Trefjum auk 8 fer­metra geymslu­skúrs. Lóðin er 7000 fer­metrar og er eignar­lóð. Húsið stendur á fal­legum stað og er til að mynda stór­brotið út­sýni á Heklu. Þá er stutt í verslun.


Sel­foss – Djúpa­hraun

Verð: 52,5 milljónir
Stærð: 132,8 fer­metrar

Þetta sumar­hús stendur í landi Mið­engis í Gríms­nes- og Grafnings­hreppi og var byggt árið 2006. Húsið er á tveimur hæðum en efri hæðin er 18,3 fer­metrar og sú neðri 114,5 fer­metrar. Húsið stendur á 7.600 fer­metra kjarri vöxnu eignar­landi með glæsi­legu út­sýni. Stór sól­pallur og heitur pottur er við húsið. Stutt er til þekktra staða á Suður­landi, Skál­holts, Þing­valla, Laugar­vatns, Geysis, Gull­foss og Kersins. Þá er stutt er í veiði, sund­laug, golf­völl, í­þrótta­völl og fal­legar göngu­leiðir. Sel­foss er að­eins í 16 kíló­metra fjar­lægð og frá Reykja­vík eru að­eins um 70 kíló­metrar sé ekið um Hellis­heiði.