Mér finnst mikilvægt að höfum það constantly í huga að það er bara allt í lagi að við eigum svolítið erfitt með að höndla ástandið í heiminum í dag.
Gefum okkur break, við þurfum ekki að setja okkur brjálæðislegar kröfur um productivity, það er í lagi að við eigum erfitt með þessar aðstæður.
Við erum að ganga í gegnum stærsta samfélagslega áfall sem nær yfir allan heiminn í u.þ.b. 80 ár. Það þarf að fara aftur til seinni heimsstyrjaldarinnar til þess að finna viðburð sem hefur raskað hversdagslífi hjá jafn mikið af fólki.
Og við verðum sjálf að fyrirgefa okkur það ef við eigum í erfiðleikum með það. Þetta er trauma, og við munum þurfa að glíma við bæði samfélagslegar og persónulegar afleiðingar af því.
Besta leiðin til þess að takast á við það vandamál áður en það kemur upp, er að vera ekki að rífa sjálfan sig niður.
Give yourself a break.