Það blasir núna við að Covid 19 óværan ógnar heilsu milljóna manna vítt og breitt um heiminn, en hún ógnar ekki „bara“ heilsu fólks, heldur einnig lífsafkomu og atvinnuöryggi launafólks, enda eru tannhjól atvinnulífsins og hagkerfisins hægt og bítandi hægja á sér með skelfilegum afleiðingum fyrir afkomu fyrirtækja og launafólks.
Áður en þessi óværa sem Covid 19 herjaði á samfélagið voru rétt tæplega 10 þúsund manns á Íslandi atvinnulaus eða sem nemur um 5% af vinnuaflinu.
Í dag er staðan þannig að rétt tæplega 16 þúsund manns er komnir í skert starfshlutfall og yfir 50% af þeim eru í 25% starfshlutfalli. Þessu til viðbótar hafa uppundir 4500 manns komið inná atvinnuleysisbætur að fullu og eru því um 15 þúsund manns án atvinnu að fullu og tæp 16 þúsund eru komnir í skert starfshlutfall.
Þetta er svo alvarlega staða að það er vart hægt að koma orðum að því og því er ábyrgð okkar í verkalýðshreyfingunni gríðarleg við finna leiðir til að verja störfin og lífsafkomu okkar félagsmanna. Við verðum að gera það með því að velta upp öllum möguleikum upp til að verja okkar félagsmenn fyrir atvinnumissi.
Ég tel að við þurfum að bregðast strax við með því að verja lífsafkomu og atvinnuöryggi launafólks við þessar tímabundnu fordæmalausu aðstæður. Verkalýðshreyfingin þarf að gera þríhliða samkomulag með stjórnvöldum og atvinnurekendum þar sem lögð verður áhersla á eftirfarandi.
- Verja enn frekar störfin
• Verja kaupmáttinn
• Verja heimilin
Við þurfum að vinna hratt og vel þar sem þessi markmið verði höfð að leiðarljósi.