Þetta er munurinn á þing­manni í stjórn og stjórnar­and­stöðu: Sálin seld og sama um kjós­endur

Bene­dikt Jóhannes­son, einn af stofn­endum Við­reisnar rifjar upp ræðu Lilju Raf­n­eyjar Magnúsar­dóttur, þing­manns Vg, frá árinu 2013. Þá sagði Lilja Raf­n­ey í ræðu á Al­þingi að hún hefði hitt góða vin­konu frá Flat­eyri á Austur­velli. Orð­rétt sagði Lilja Raf­n­ey, sem þá var í stjórnar­and­stöðu:

„Ég sagði henni að við vær­um að ræða lækk­un veiði­gjalda. Þá sagði hún og sló sér á lær: Jæja, eiga þeir nú ekki salt í graut­inn, blessaðir út­­gerðar­­menn­irn­ir, það er kannski ekk­ert nýtt. En það er í lagi að þeir greiði af sín­um auði þegar við sem erum ekki eins auðug þurf­um að standa skil á okk­ar af okk­ar lágu tekj­um.“

Fimm árum síðar var vitnað í Lilju Raf­n­ey á Vísi og var fyrir­sögnin svo­hljóðandi:

„Lækk­un veiði­gjalda þolir enga bið að sögn for­­manns at­vinnu­vega­­nefnd­ar“.

Hver var for­maður at­vinnu­vega­nefndar. Jú, engin önnur en Lilja Raf­n­ey en líkt og segir á Miðjunni:

„ ... sem nú hafði færst í nýj­an stól og sá vel að blessaðir út­­gerðar­­menn­irn­ir áttu ekki leng­ur fyr­ir salti í graut­inn.“

Þarna er enn einn þing­maður Vinstri grænna sem gerir sig mark­lausan um alla fram­tíð og fórnar öllum prinsippum um leið og þingmaðurinn, Lilja Rafney, finnur ylinn og ilminn af kjöt­kötlunum.