Þegar ég var umhverfisráðherra stríddi íhaldið mér á þvi að ég hefði náð þeim stórkostlega árangri að láta gera klósett á Hornströndum.
Seinna var ég með Birni Bjarnasyni í Þingvallanefnd og Guðlaugur Þór – sem þá flaðraði minna upp um Björn en í dag – sagði að ég væri alltaf á uppleið.
Eftir tíu ára starf lægi það eftir okkur Björn að hafa gert 30 klósett á Hakinu. – Nú fetar Dagur í mitt fótspor og stendur fyrir íbúakosningu um klósett í Gufunesi.
Þetta er ekki slæm arfleifð – eða hvað?