Í tilefni sprengidagsins sem framundan er á morgun er Baunasúpa & Saltkjöt nýjasta viðbótin í súpulínunna hjá Bónus tilvalin réttur í matinn á morgun. Þessi viðbót í súpulínuna á svo sannarlega eftir að gleðja aðdáendur baunasúpunnar. Súpulínan hjá Bónus er í góðum neytendaumbúðum þar sem allar leiðbeiningar um eldun og innihalds lýsingar eru til taks og eldamennskan hefur aldrei verið auðveldari. Hér er um að ræða sælkera súpu þar sem íslenska matarhefðin er alls ráðandi og mun gleðja marga á sprengidag sem og aðra daga.
Baldur Ólafsson, markaðsstjóri Bónus segir að ákvörðunin um að hefja framleiðslu og sölu á réttum sem þessum sé í takt við óskir viðskiptavina Bónus og óneitanlega sé hægt að sjá breytingar í neysluvenjum Íslendinga sem sæki mun meira í að fá tilbúna rétti sem taki örskamma stund að framreiða og hagkvæmar um leið. „Það er því kærkomið að geta boðið uppá vinsælar súpur sem fylgja íslenskum hefðum eins og baunasúpan gerir án efa og bæta henni við súpulínunni okkar og geta bætt við flóruna fyrir alla sælkera sem njóta þessa veislu.“
Baldur segir að hugmyndafræðin bak við framreiðslu þeirra hluti af því að huga að auka lífsgæðum fólks, tímasparnaði, hagkvæmi í innkaupum og um leið að huga að umhverfinu. „Við erum að reyna létta fólkið lífið, við vitum að það gefst ekki alltaf mikill tími í eldhúsinu eins og áður og þetta er einn liður í því. Einnig erum við að bjóða uppá hagkvæm innkaup á góðu íslensku hráefni. Umhverfið spilar líka inn í og við hjá Bónus reynum eftir bestu getu að huga að pakkningunum og endurnýtingu þeirra.“
Án efa eiga margir eftir að njóta þessara í tilefni sprengidags, einfaldra getur það ekki verið með hagkvæmnina að leiðarljósi, en Baunasúpa & Saltkjöt frá Bónus kostar aðeins 1498,- kr/1 kg og er auk þess súpa mánaðarins.