Í gamla daga var það gjarnan þannig að ef íslenska krónan spjaraði sig blasti við gengisfelling í þágu útgerðarinnar.
Gengisfelling varð tíðum almenningi til mikils skaða en þeir sem selja afurðir á erlenda markaði geta hagnast mjög á lágu gengi krónunnar.
Í gær birtist frétt um að makríltjónið vegna Rússa væri í raun minni ógn íslenskum sjávarútvegi en hækkandi gengi krónunnar.
Pétur Gunnarsson blaðamaður hefur rýnt í stöðuna og segir m.a. þetta á facebook. „Gengi krónunnar frá hruni hefur gert sjávarútveginum kleift að hreinsa upp allar sínar skuldir, veik króna er óhagstæð heimilum og innlendri starfsemi en gerir þeim sem hafa tekjur í gjaldeyri kleift að lækka allan innlendan kostnað og greiða út arð sem nemur tugum milljarða króna á ári. Síðustu ár eru bestu ár í sögu íslensks sjávarútvegs.“
Þetta leiðir hugann að orðum Carr sem þegar á miðri nítjándu öld hafði áttað sig á eftirfarandi speki og setti þannig fram;
„Plus ça change, plus c\est la même chose.”
Því meira sem heimurinn breytist