Þegar hún lést, fannst þessi texti í lófa hennar (skyldulesning!)

Á Facebook í Svíþjóð er verið að deila texta í þúsundum talið, sem er svo fallegur að okkur finnst við verða að biðja alla um að lesa þennan texta vel. Anna Arnardóttir þýddi hann lauslega yfir á íslensku og við fáum að birta textan, eins og hún birti hann á veggnum sínum.

Þetta er skyldulesning fyrir hvern sem er. Hugsið vel um þann texta sem þarna stendur. Við eldumst jú öll einn daginn....

,,Á sjúkrahúsi í Frakklandi var gömul kona sem virtist ekki hafa mikinn áhuga á umhverfinu. Hún sat hreyfingarlaus og starði tómlátum augum út um gluggann. Þegar hún var dáin fannst þetta ljóð meðal pappíra hennar:

Hvað sérðu, systir?
Hvað finnst þér systir um það sem þú sérð ?
Hvað hugsar þú systir, er þú horfir á mig? 
Eldgömul, hrukkótt kerling, stirð og sein,
Óörugg á ókunnum stað með fjarrænt blik í auga
Sulla niður og svara ekki muldrinu um að ég sé aldrei eins og ég á að vera.

Fylgist ég ekki með? 
Ég er viljalaus og geri það sem mér er sagt.
Ég er þvegin og mötuð,vakin og svæfð.
Er það svona sem þú sérð mig systir, er það svona?
Opnaðu augun systir mín, komdu nær.
Ég skal segja þér hver ég er, þessi vera sem situr svo alein og hljóð og geri allt sem mér er sagt og borða það sem mér er rétt.

Ég er tveggja ára barn foreldra minn sem elska mig, systur mína og bróður.
Ég er sextán ára stúlka, ung og falleg og mig dreymir um ástina.
Ég er næstum tvítug brúður og hjarta mitt slær örar við minninguna um heitið sem ég gaf og hélt.
Ég er tuttugu og fimm ára móðir með litla unga sem ég bý um í öruggu hreiðri.
Ég er þrítug kona og börnin mín vaxa hratt en við styðjum hvert annað í stóru sem smáu. 
Ég er fertug og ungarnir flognir en makinn minn er hér og gleðin er okkar. 
Ég er fimmtug amma og barnabörnin fylla dagana gleði og hamingju....og enn eigum við ástina, minn elskaði og ég.

Myrkir dagar koma, makinn fellur frá. 
Með sorg í hjarta geng ég ein mót framtíðinni og einmanaleika hversdagsins.
Allir hafa nóg með sitt daglega líf. Einsemdin er mín en minningarnar um gamla daga og ástina mína lýsa mér.

Elli kerling, grimm og grálynd beygir mig ,bakið bognar, fingur kreppast, minnið þverr.
Grána dagar, dvínar kraftur, fölnar fegurð.
En inni í þessum gamla líkama býr enn ung stúlka. Af og til kippist hjartað til af gleði og allt verður sem áður. 
Ég upplifi á ný, gleði mína, sorgir og þrár. Árin renna framhjá og hverfa frá mér. 
Ekkert er varanlegt, allt sem er fer.

Ef þú opnar augun þín systir mín kær
Sérðu ekki bara gamla hrörnandi konu
Komdu nær
Sjáðu MIG !\"

\"\"

Zetan er í eigu Spyr.is, samstarfsaðila Hringbrautar. Þú sendir spurningar og sérð svörin á spyr.is en fréttir og annað efni á hringbraut.is. Fylgstu líka með fjölbreyttri innlendri sjónvarpdagskrá Hringbrautar öll kvöld vikunnar: rás 7 hjá Símanum og rás 25 hjá Vodafone. Við erum málefnaleg, fróðleg, lífleg og ókeypis!

Viltu vinna þér inn 200 þúsund króna inneign hjá iKORT?

Spyr.is er í samstarfi við Tölvísi um kannanir sem fólk getur tekið þátt í og fengið greitt fyrir. Með skráningu í viðhorfshóp Tölvísi er möguleiki á að vinna sér inn 200 þúsund króna inneign hjá iKort en dregið verður úr nýjum meðlimum  í lok mars. Tölvísi er hluti af alþjóðlegu umsjónarkerfi viðhorfahópa að nafni Cint sem hefur höfuðstöðvar í Stokkhólmi. Cint hefur umsjón með yfir 1.500 viðhorfahópum með alls 19 milljónum meðlima í yfir 65 löndum. Þátttakendur fá greitt fyrir að svara könnunum. Skráðu netfangið þitt með því að smella HÉR.