Þannig gat hann lækkað verðið: Tug­milljarða sparnaður ef við tökum upp evru?

„Gæti það hugsan­lega verið sýn okkar til fram­tíðar að nota al­þjóð­legan gjald­miðil í landinu?“

Þessari spurningu varpar Thomas Möller, hag­verk­fræðingur og sér­fræðingur í rekstrar­stjórnun, fram í bak­þönkum Frétta­blaðsins í dag. Þar segir Thomas litla sögu af við­skiptum eins og hann orðar það.

„Fyrir nokkrum árum átti ég fyrir­tæki sem flutti inn vörur frá Evrópu og seldi til fyrir­tækja á Ís­landi. Krónurnar sem komu frá vöru­sölunni voru notaðar til kaupa á evrum af bönkum til að greiða er­lendu birgjunum. Bankarnir tóku þóknun fyrir að selja okkur evrurnar og milli­færa þær til út­landa. Gengi krónunnar sveiflaðist mikið á þessum árum eins og hún hefur gert á þessu ári og var gengis­á­hættan reiknuð inn í sölu­verð vörunnar til hækkunar.“

Thomas segir að fyrir­tækið hafi svo byrjað að selja til út­flutnings­fyrir­tækja á Ís­landi. Fyrir­tækin vildu greiða fyrir vörurnar í evrum til að spara sér þóknanir bankanna við að skipta þeim í krónur. Þannig eignaðist fyrir­tækið hans evrur sem voru lagðar inn á evru­reikning þess í bankanum.

„Nú gátum við greitt beint til birgjanna án milli­göngu bankans með svipuðum hætti og við værum að greiða fyrir húsa­leigu innan­lands. Gengis­sveiflur voru úr sögunni og minni gengis­á­hætta þýddi að við gátum lækkað verð til kaup­enda. Gjald­eyris­þóknanir til bankans lögðust af. Sam­keppnis­staða fyrir­tækisins batnaði og salan jókst.“

Thomas heldur á­fram:

„Hugsum okkur að öll fyrir­tæki og fjöl­skyldur á Ís­landi, ekki bara út­flutnings­fyrir­tækin, notuðu evrur í sínum við­skiptum. Gera má ráð fyrir tug­milljarða sparnaði á ári fyrir al­menning og fyrir­tæki að­eins vegna skipti­kostnaðar gjald­eyris auk mis­munar á kaup- og sölu­gengi Gæti það hugsan­lega verið sýn okkar til fram­tíðar að nota al­þjóð­legan gjald­miðil í landinu? Sam­keppnis­staða frum­kvöðla- og ný­sköpunar­fyrir­tækja myndi batna veru­lega sam­kvæmt ný­legri könnun og fjöl­mörg ný at­vinnu­tæki­færi hugsan­lega skapast með al­þjóð­legum gjald­miðli.“