Þakið míglekur hjá Ólínu sem er ósátt við tryggingarnar – Myndband

Það eiga margir í erfiðleikum við að komast á milli staða eða halda húsinu saman í þessu hrikalega veðri sem gengur nú yfir landið. Má búast við að mikið verði að gera hjá tryggingafélögum á næstunni.

Ein þeirra sem fékk að kenna á veðrinu er Ólína Þorvarðardóttir, rithöfundur og fyrrverandi þingmaður, sem birti myndband af lekanum heima hjá sér:

Hún er búin að hringja í tryggingarnar:

„Jæja - nú reyndi á húseigendatrygginguna hjá Verði. Asahlákuákvæðið .... því eins og allir vita hafa veðurskilyrði verið með eindæmum síðustu tvo sólarhringa og nú byrjaði skyndilega mikill leki í íbúðinni hjá okkur. En nei, því miður. Tryggingaákvæðið um tjón af völdum "skýfalls og asahláku" bætir ekki tjón vegna "utanaðkomandi vatns",“ segir Ólína á Facebook og er ekki sátt:

„Með öðrum orðum - ákvæðið er merkingarlaust, því hvaðan ætti vatn vegna "asahláku eða skýfalls" að koma ef ekki að utan?

Það ættu að vera sektarákvæði í lögum um blekkingar í tryggingaskilmálum.“

Hefur hún nú vakið athygli Neytendastofu og Neytendasamtakanna á þessu ákvæði.