Fram hefur komið að við hendum þriðjungi af öllum mat sem framleiddur er í heiminum og það verður að bregðast við þessari sóun. Rakel Garðarsdóttir er stofnandi Vakandi, samtaka um aukna vitundarvakningu um sóun matvæla, verður gestur hjá Sjöfn Þórðar og ræðir um mikilvægi þess að við öll þurfum að bregðast við matarsóunni með afgerandi hætti. Rakel segir að það auðveldasta sem við getum gert er að hætta henda mat. Jafnframt segir Rakel að með því að draga úr matarsóun megi nýta betur auðlindir, spara fé og draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. Meira um þetta í þættinum í kvöld.
Þátturinn Fasteignir & Heimili verður á dagskrá í kvöld klukkan 20.30.