Ilia Shumanov, aðstoðarframkvæmdastjóri Rússlandsdeildar Transparency International, sem eru alþjóðleg samtök sem hafa mælt og barist gegn spillingu í ríkjum heims undanfarinn aldarfjórðung, telur að Samherjaskjölin séu líklega aðeins fyrsti kaflinn í lengri sögu. Þetta kemur fram á vef RÚV. Gætu að hans mati fleiri þekkt og mikilvæg nöfn komið fram. Nú verði Íslendingar að tryggja óháða rannsókn á málinu.
Illugi Jökulsson samfélagsrýnir og rithöfundur kveðst ekki treysta ríkisstjórn Bjarna og Katrínar fyrir slíku. Illugi segir á samfélagsmiðlum:
„Framlag Bjarna Benediktssonar til Samherjamálsins felst í: 1) að níða skóinn af Namibíumönnum fyrir spillingu.
2) að lýsa því yfir að það „trufli hann ekki“ þótt einhverjir hafi grætt á gjafakvótakerfinu íslenska.
Ég treysti ekki ríkisstjórn með Bjarna innanborðs til að framkvæma nauðsynlegar aðgerðir í kjölfar Samherjaskjalanna.
Ég treysti þeirri ríkisstjórn bara alls ekki.“