Það styttist óðum í hrekkjavökuna ógurlegu sem er orðin vinsæl á mörgum íslensku heimilum í dag. Hrekkjavakan hefur verið að ryðja sér til rúms hér á landi undanfarin ár og þeim fjölskyldum og heimilum fjölgar frá ári til árs sem taka þátt. Sumir taka hrekkjavökuna alla leið og skreyta heimili sín hátt og lágt auk þess að halda í hefðir og siði vökunnar.
Arna Guðlaug Einarsdóttir kökuskreytingarmeistari er ein af þeim sem tekur hrekkjavökuna alla leið og heldur líka glæsileg og litrík matarboð í tilefni hennar. Sjöfn heimsækir Örnu inn á heimili hennar og fær innsýn í undirbúninginn fyrir hrekkjavökuna þar sem heimilið er undirlagt og öllu tjaldað til. Arna segist vera dolfallin aðdáandi Hrekkjavökunnar og bætir í skreytingarsafnið á hverju ári.
„Ég elska haustlitina og appelsínugula litinn sem er aðal Hrekkjavökuliturinn,“ segir Arna og er ótrúlega spennt fyrir því sem koma skal. Missið ekki af litríkum þætti í kvöld.
Þátturinn Fasteignir & Heimili verður á dagskrá í kvöld klukkan 20.30.