Sykur getur valdið liðverkjum, depurð, húðvandamálum og þyngslum á morgnana. Þetta kom fram í tali kvenna sem voru í Fólki með Sirrý á Hringbraut í gærkvöld, en þennan upplýsandi þátt má nú sjá hér á vef stöðvarinnar.
Tvær konur sem hafa sleppt sykri úr lífi sínu í langan tíma segja sögu sína. Helga Arnardóttir, fréttakona prófaði að sleppa sykri fyrir tæpu ári og finnur mikinn mun á húðinni og líðan sinni.
Sigurrós Hermannsdóttir fann út fyrir 19 árum að sykur gerði henni lífið leitt. Það tók hana þó nokkur ár að finna taktinn í sykurlausum lífsstíl. Fyrir 14 árum hætti hún alveg að borða sykur og er léttari á sér og léttari í lund á allann hátt.
Þær Helga og Sigurrós deila reynslu sinni og ráðum - og er sérlega áhugavert að heyra frásögn þeirra í þættinum. Hvernig er hægt að sleppa því að borða sykur í okkar dísæta neyslusamfélagi? Hvað fá þær sér með kaffinu á kaffihúsinu og hvaða sykurlausu eftirréttir eru í boði þegar farið er út að borða? Hvernig hefur þetta breytt andlegri og líkamlegri heilsu þeirra?
Og í síðari hluta þáttarins verða sykursætar söngkonur. En þær Sigríður Beinteinsdóttir og Guðrún Gunnarsdóttir koma syngjandi glaðar og bjóða heppnum áhorfendum á tónleika sem þær verða með í Hörpu ásamt fleiri söngdívum. Þar flytja þær lög Ellyjar Vilhjálmsdóttur. Á Facebook síðu Hringbrautar má freista þess að vinna miða á tónleikana.
Þátturinn er endursýndur í dag og um helgina en er einnig sjáanlegur á hringbraut.is eins og allir aðrir þættir stöðvarinnar.