Nú er um að gera að undirbúa sig fyrir átök komandi vetrar og þá er ekki úrr vegi að huga að mataræðinu og skoða hvernig hægt er að færa líkamanum alla þá bestu næringu sem honum stendur til boða. Þar mega beinin ekki gleymast.
Hér kemur listi af vefnum heilsutorg.is yfir þær fæðutegundir sem helst og best styrkja beinin sem þurfa jú að vera sterk þegar veður fara að harðna.
1. Grænmeti, sérstaklega þetta græna, einnig rætur og stilkir (í þeim er járn og kalk og einnig K og C-vítamín. Þetta ásamt próteini fyllir á kollagenið.
2. Prótein, t.d úr baunum, kjöti og soja-mat.
3. Soð – fyrir steinefnin
4. Gróft heilhveiti fyrir magnesíum
5. Þari, hnetur og fræ – eru afar rík af steinefnum
6. Hollar fitur og við þurfum K og D-vítamín.
7. Mjólk og mjólkurvörur.
Skoðum aðeins nánar þessar fæðutegundir sem beinin elska:
Grænmetið – í því er kalk, magnesíum, kalíum, járn og önnur steinefni. Afar mikilvæg fyrir bein og beinvöxt. Þessi dökkgrænu er þau bestu. Eins og grænkál, bok choy, steinselja, væturkarsi og spínat.
Önnur grænmeti sem eru góð fyrir beinin eru brokkólí, kál, gulrætur, kúrbítur og butternut squash.
Það grænmeti sem að inniheldur mest af kalki er bok choy.
Mundu bara að skella grænmetinu í ofn eða guðusjóða það til að tapa ekki öllum næringarefnunum.
Prótein rík fæða – prótein er nauðsynlegt fyrir beinin því án þess þá eru bein ekki eins sterk og meiri hætta á brotum. Það er ágreiningur um hvort að prótein úr dýraafurðum eða grænmeti sé betra. Þeir sem borða kjöt eiga auðvitað að fá sitt prótein úr bæði kjöti og grænmeti.
Gróft korn – á þessum tíma sem við lifum á þá er mjög oft búið að fjarlæga úr hrísgrjónum og hveiti þau grófu korn sem innihalda alla næringuna. Passið að kaupa korn og hrísgrjón sem eru gróf og innihalda öll upprunalegu efnin.
Gróf korn eins og brún hrísgjón, heilhveiti, hafrar, rúgur, quinoa og buckwheat eru frábær uppspretta af flóknum kolvetnum, trefjum og B-vítamínum og þau eru afar saðsöm.
Matur sem er ríkur af steinefnum – þari, hnetur og fræ eru það fæði sem er hvað ríkast af steinefnum. Þau skipta miklu máli er kemur að heilsu beina.
Þari er t.d talinn vera afar góður í sambandi við beinþynningu. Rannsókn sem gerð var í Japan sýndi að þeir sem borðuðu þara tvisvar í viku hafa meiri vörn gegn beinþynningu.
Einnig er mælt með lúkufylli af hnetum og fræjum daglega. Þau eru full af járni, selenium og magnesíum.
Hollar fitur – góðu fiturnar eru nauðsyn fyrir beinin. Sem dæmi má nefna, kona sem er að byrja á breytingaskeiðinu þarf um 65 gr. af fitu á dag. Sem eru um 2 – 3 msk. Borðaðu grænmeti, baunir, gróft korn, hnetur og fræ. Við þurfum öll á omega -3 og omega-6 að halda.
Mjólk og mjólkurvörur – við vitum öll að mjólk er kalkrík. Einnig allar aðrar mjólkurvörur, eins og ostur, jógúrt, skyr og fleiri.
Heimildir: healthdigezt.com