Sunnudagar eru góðir snúðadagar fyrir þessa dásamlegu Cinnabon snúða

Sunnudagar eru góðir snúðadagar. Við fengum Maríu Gomez matar- og heimilisbloggara til að deila með okkur einni af sinni uppáhalds snúða uppskrift en hún lumar á mörgum girnilegum snúða uppskriftum sem lokka bæði auga og munn. „Þessir dásamlegu Cinnabon snúðar hafa rækilega slegið í gegn hér á landi en uppskriftin af þeim er með þeim fyrstu sem birtust hér á landi,“ segir María. Það er óhætt er að segja að uppskriftin hafi farið víða enda eru þessir snúðar algjörlega ómótstæðilegir og ætti enginn að láta þá fram hjá sér fara.

M&H Hefðbundið Cinnabon.jpg

Cinnabon snúðar að hætti Maríu Gomez

285 g mjólk eða (1 bolli)

125 g sykur eða (1/2 bolli)

30 g pressuger (fæst í kæli)

2 egg

80 g olía eða (1/3 bolli)

730 g af hveiti eða (4 1/2 bolli)

1 tsk. salt

Fylling

220 g af púðursykri eða (1 bolli)

2 1/2 msk. kanill

80 g smjör eða (1/3 bolli)

Rjómaostakremið

125 g rjómaost eða (1 dl)

60 g af mjúku smjöri eða (1/4 bolli)

260 g flórsykur eða (1 1/2 bolli)

1/2 tsk. vanilludropar eða vanillu extract

Snúðar

  1. Byrjið á að setja volga mjólk, sykur og ger saman í hrærivélarskál og hrærið saman léttilega með sleikju. Látið standa í eins og 5 mínútur og takið tímann.
  2. Setjið næst olíu og egg út í og hrærið saman með sleikju þar til vel blandað saman.
  3. Bætið nú salti og hveiti út í og látið hnoðast með krókinum á vélinni deigið er til þegar það er búið að hringa sig utan um krókinn
  4. Breiðið næst stykki yfir deigið og látið hefast í 30-40 mínútur á volgum stað (Má líka hefast lengur, alveg í nokkra tíma þess vegna).

Athugið að deigið hefast ekkert svakalega mikið og er frekar þungt í sér, svo ekki hafa áhyggjur af því. Á meðan deigið er að hefast er tilvalið að útbúa kremið og fyllinguna inn í snúðana.

Fylling

Mykið smjörið í örbylgju í eins og 20-30 sekúndur. Blandið því svo saman við kanilinn og púðursykurinn. Blandið vel saman.

Rjómaostakremið ofan

  1. Hitið smjörið ögn í örbylgjunni til að mýkja það, ekki bræða það alveg heldur bara að það verði svona vel mjúkt
  2. Hrærið svo saman smjörinu, rjómaostinum og vanilludropunum.
  3. Setjið síðast sykurinn út í og hræri vel saman þar til silkimjúkt og kekkjalaust, líka ágætt að gera með handþeytaranum.

Næsta skref

  1. Þegar deigið er búið að hefast er það flatt út í ferning. Ekki hafa hann of þunnan né stóran, best að hafa hann í þykkari kantinum, því þá verða snúðarnir meira djúsí.
  2. Setjið svo fyllinguna vel yfir allt deigið.
  3. Rúllið síðan deiginu upp í pulsu, og skerið í frekar þykka bita, eins og c.a 5 sentimetrar.
  4. Raðið snúðunum í eldfast mót og hafið pínubil á milli svo þeir nái allir að bakast í gegn, þeir munu líka stækka og verða alveg klesstir saman.
  5. Leyfið þeim að hefast undir stykki í svona 10 mínútur aftur ef vill, þarf samt ekki ef þið viljið sleppa því.
  6. Bakið svo á 180 °C-190 C° bæstri í 15 mínútur. Snúðarnir eiga að vera gullinbrúnir þegar þeir koma úr ofninum frekar ljósir. Passið að baka ekki of mikið.
  7. Setjið svo síðast rjómaostakremið á snúðana sjóðandi heita og berið fram heitt en það er langbest þannig.

Njótið vel.

M&H María Gomez

María Gomez matar- og heimilisbloggari hjá paz.is