Sumarlegur osta- og ávaxtabakki sem kitlar bragðlaukana

Berglind Hreiðarsdóttir köku- og matarbloggari er svo sannarlega með puttann á púlsinum þegar kemur að því að velja réttu veitingarnar þegar kemur að því að fagna sumrinu. Berglind galdraði fram þennan sumarlega og girnilega osta- og ávaxtabakka fyrir Óðalsosta á dögunum sem kemur með bragðið af sumrinu. Ferskt og ljúffengt og hver veit nema við getum notið þess að bragða á einum slíkum út við á morgun, sumardaginn fyrsta.  „Í þetta skiptið reyndi ég að gera hann eins sumarlegan og ég gat og valdi því suðræna ávexti í björtum litum.“ Berglind heldur úti vefsíðunni Gotterí og gersemar, www.gotteri.is og þar er hægt að fylgjast með öllu því girnilega sem hún er að galdra fram að hverju sinni. 

Á bakkanum eru eftirfarandi ostar:

  • Tindur
  • Maribo
  • Havarti krydd í sneiðum, lengjum eða ostapinnum

Til viðbótar er:

  • Hráskinka og salami (bæði ein og sér og í ostapinnum)
  • Wasabi snakk
  • Grillað baguette
  • Ávextir, bæði berir og í ostapinnum (ananas, kiwi, drekaávöxtur, granatepli, hindber, vínber)

Gleðilegt sumar og njótið vel.

Mynd Berglind Hreiðarsdóttir