Sumarlegur mangó þeytingur kemur þér í sólargírinn

Sumarlegir drykkir geta komið með sumarskapið og hér er einn ótrúlega ljúffengur og minnir á sólskin úr smiðju Berglindar Guðmundsdóttur okkar ástsæla matar- og sælkerabloggara sem heldur úti síðunni Gulur, rauður, grænn og salt.

„Það þarf allavega ekki mikið meira en þennan dásamlega sólskinsþeyting til þess að koma sér í sumargír. Dásamlega ferskur og svalandi og hentar vel sem millimál eða bara þegar mann langar í eitthvað kalt og gott. Beutelsbacher safarnir eru lífrænir og vegan, framleiddir úr hágæða óerfðabreyttum hráefnum og stenst þar,“ segir Berglind og veit ekkert meira frískandi en að fá sér einn svona. Hér er uppskriftin komin, eins einföld og hægt er og allir ráða við.

M&H Sumarlegur mangóþeytingur 2021.jpg

Sumarlegur mangó þeytingur

1 dl frosið mangó

1 dl frosinn ananas

½ afhýdd epli að eigin vali, upplagt að vera með lífrænt

2 dl epal- og mangósafi frá Beutelsbacher

Ferskt engifer eftir smekk

Setjið öll innihaldsefni í blandara og blandið vel saman. Notið meiri safa ef þið viljið fá þeytinginn þynnri. Hellið í falleg glös og berið fram með röri í sumarlegum stíl.

*Allt hráefnið fæst í Bónus.