Sumarkokteillinn í ár kampavínskokteill og má segja að þetta sé dýrari týpan af Aperol Spritz. Í vor tók Fiskmarkaðurinn inn nýja kampavínstegund frá Kampavínfjélaginu sem hefur slegið í gegn og það einmitt leyndarmálið í sumarkokteilnum í ár.

Þetta er draumadrykkur þar sem kampavíni er blandað við Cointreau og appelsínu „bitter“ í klaka. Flóknara er það ekki. „Kokteillinn töfrar gestina upp úr skónum og má segja að þessi nýi drykkur hafi tryllt gestina þessa dagana,“segir Styrmir Bjarki Smárason yfirþjónn á Fiskmarkaðinum og hefur blandað þá ófáa drykkina í sumar.

Hrefna Rósa Sætran sem þekkir vel hvaða drykkjarföng er best að para með mat og mælir með að fá sér feitan fisk eins og lax með drykknum.

Ótrúlega góður og minnir svoldið á Aperol Spritz en öðruvísi brögð í gangi og mjög frískandi./Ljósmyndir Anton Brink.
Heitasti kampavínskokteillinn í ár
Blandað í frekar stórt og mikið glas og setjið klakamola í botninn eftir smekk
1 dropi af Appelsínu bitter
15 ml af Cointreau
fyllt upp (120-150ML) af Piper-Heidsieck Sauvage sem er rósa kampavínið frá Piper-Heidisieck
Einnig er hægt að sjá í þættinum Matur & Heimili með Sjöfn Þórðar þegar Sjöfn heimsótti Fiskmarkaðinn og fékk að kynnast leyndardómnum bak við kampavíns sumarkokteilinn í ár: