Súkkulaðiást Hafliða Ragnarssonar súkkulaðimeistara

Súkkulaðihátíðin nálgast óðum, páskahátíðin með öllu sínum súkkulaðigersemum. Í tilefni þess heimsækir Sjöfn Þórðar súkkulaðimeistarann Hafliða Ragnarsson í súkkulaðigerðina þar sem hann ljóstrar upp leyndarmálinu bak við súkkulaði- og konfektgerðina og hvernig það þróaðist hann ákvað að hella sér í súkkulaðigerð. Ástríða hans liggur í súkkulaði og handverk hans bera þess vel merki. „Ég heillaðist þegar ég sá einn konditorinn skreyta köku á listrænan hátt og þá var þetta komið. Ég vissi hvað mig langaði að læra,“segir Hafliði og eftir þessa uppljómun hefur líf hans snúist um bakstur og súkkulaði. Súkkulaðipáskaeggin og konfektið frá Hafliða er allt saman handunnið og gaman er að fá innsýn bak við tjöldin hvernig handgerðu páskaeggin verða til.

M&H Súkkulaði

Meira um súkkulaðimeistarann og páskaeggjagerðina í þættinum Matur og Heimili klukkan 20.00 og aftur klukkan 22.00 í kvöld.