Stuldur á dekkjum og felgum

Ég fékk fyrirspurn frá viðskiptavini Sjóvár varðandi stuld á dekkjum og felgum undan bíl sem var í viðgerð.

Svo var mál með vexti að ökutækið hafði verið fært til viðgerðar vegna bilunar ótengdu þessu máli en þar sem varahlut vantaði þá dróst að gera  við bílinn.  Hann var því færður á bílastæði í nágreninu og geymdur þar. 

Einhver fingralangur hafði greinilega séð til bílsins því einn góðan veðurdag þá var búið að stela dekkjum og 20 tommu felgum undan bílnum. 

Tjónið var tilkynnt lögreglu en því miður voru ekki myndir né upplýsingar frá nágrönum um málið.

Eigandi ökutækisins hafði vátryggt ökutækið í kaskó hjá Sjóvá og bað undirritaðan að fara yfir málið með sér.

Undirritaður taldi ljóst að þarna væri sambærilegir skilmálar hjá öllum vátryggingafélögunum sem bjóða kaskótryggingar á Íslandi.  En það er als ekki svo.

Ef ökutækið hefði verið vátryggt hjá Vís, Verði eða TM þá hefði bótaskylda þeirra ekki verði til staðar.  Það er beinlínis tekið fram í skilmálum að stuldur á hlutum af ökutækinu án þess að því sé stolið eru ekki bótaskyldir, nema ef um hljómtæki er að ræða. Félögin eru með nákvæmlega sama skilmála þannig að ekki væri möguleiki á bótum við stuld á felgum.  Sem dæmi úr kaskóskilmálum TM

Í 12 lið. „Skemmdir á ökutæki sem bætast og einstakir hlutar sem ekki bætast.“

„a. skemmdir er varða hjól, hjólbarða, fjaðrir, rafgeymi, gler, annað en rúður sbr. 8. gr., svo og tjón vegna stuldar einstakra hluta ökutækisins og skemmdir sem af því stafa“ 

Þetta er gerir það öruggt að þjófnaður á felgum er utan skilmála.

Sjóvá stendur út úr hvað þetta varðar. 

Skilmálinn er greinilega nútímalegri og betur útfærður.  Í 2.2  grein stendur, „Vátryggingin bætir tjón af völdum þjófnaðar og tilraunum til þjófnaðar á ökutækinu, eða hlutum þess, enda hafi ökutækið verið læst sbr. varúðarreglu í gr. 8.4. Bætur af völdum þjófnaðar greiðast því aðeins að tjónsatburðurinn eigi sér stað á Íslandi.....“

Það er ekki verið að undanþiggja stuld á felgum, í raun verið að setja þennan atburð inn í vátrygginguna. 

Undirritaður hafði samband við tjónadeild Sjóvá og komst þá að því að þeir hafa tiltölulega nýlega breytt sínum skilmálum þannig að þessi atburður félli innan bótaskyldu.

Niðurstaðan er sú að ef ökutæki þitt er með dýrar felgur þá er best að kaskó tryggja hjá Sjóvá.  Minn maður var vátryggður hjá Sjóvá og stendur því með bættan hlut að frádreginni eigináhættu.

 

Smári Ríkarðsson