Straujaði konu í Skeifunni og biðst af­sökunar í Brask og brall: „Ég var úti á þekju“

„Ég er að leita að konu sem ég keyrði utan í (straujaði) þegar við mættumst í beygju í Faxa­­­feni, Skeifunni í dag upp úr kl 13,“ skrifaði Bryn­dís Bjarna í Face­book hópinn Brask og brall í gær.

Bryn­dís skrifaði færsluna því hún var illa fyrir kölluð þegar á­reksturinn varð og vill hún biðjast af­sökunar á fram­komu sinni.

„Mig langaði að biðja hana inni­­­lega af­­sökunar á því hversu kald­hrana­­­lega ég kom fram. Ég var orðin of sein á nám­­­skeið (sigrum streituna) LOL ekki veitir af, með minn at­hyglis­brest og útá þekju og bara kom illa fram sem er ekki líkt mér enda búin að hugsa um blessaða konuna í allan dag. Ef þú ert með­limur þessa hóps þá vill ég skila til þín: Fyrir­­­­­gefðu,“ skrifar Bryn­dís.

Með­limir hópsins hrósa Bryn­dísi fyrir að stíga fram og biðjast af­sökunar en þegar þetta er skrifað hefur konan sem hún keyrði á ekki gefið sig fram.