Strangheiðarleg matargerð og skapandi umhverfi á GOTT

Í hjarta miðbæjarins í Vestmannaeyjum er veitingahúsið GOTT sem er þekkt fyrir að vera heilsusamlegt og skapandi veitingahús fyrir alla fjölskylduna. Hjónin Berglind Sigmarsdóttir og Sigurður Gíslason fyrrum landsliðskokkur og matreiðslumeistari eiga og reka veitingastaðinn GOTT þar sem ástríðan í matargerðinni og þjónustulundin ræður ríkjum. Sjöfn heimsækir Sigurð á Gott og fræðist frekar um tilurð staðarins, áherslur þeirra í matargerðinni og lífið í Eyjum.

FBL Gott 1 Sigurður og Anton með Sjöfn.jpeg

Yfirkokkur veitingahússins GOTT, Anton Örn Eggertsson ásamt Sjöfn Þórðar og eiganda staðarins Sigurði Gíslasyni.

GOTT á sér fallega sögu sem Sigurður segir frá en upphafið var í rauninni bókaútgáfan, matreiðslubækurnar tvær, Heilsuréttir fjölskyldunnar og Nýir Heilsuréttir fjölskyldunnar, sem þau gáfu út árið 2012 og 2013 og flutningurinn til Eyja. „Þegar við flytjum til Eyja vantaði okkur eitthvað til að gera og þá fundum við þetta rými og fengum þá hugmynd að opna heilsusamlegan, strangheiðarlegan veitingastað sem úr varð,“segir Sigurður en um það bil átta ár eru síðan staðurinn opnaði. Í fyrstu tók staðurinn 30 manns í sæti en í dag hefur þetta undið uppá sig og nú eru þau komin með sæti fyrir 100 manns.

FBL Gott staðurinn.jpeg

Þegar komið er inn á veitingastaðinn GOTT grípur umhverfið strax augað, nánast engin ljós eins, falleg málverk prýða veggina og útsaumaðir bekkir skreyta umhverfið ásamt mörgum hlutum sem fanga og gleðja augað. Hjónin ákváðu strax að vera með ákveðna endurvinnslu þegar kom að því að dekka upp veitingastaðinn og fengu hjálp Eyjamanna til þess, til mynda eru loftljósin meira og minna frá Eyjamönnum. „Eyjamenn eiga svolítið í þessum stað,“segir Sigurður bætir því jafnframt við að þau séu ennþá að taka við hlutum frá Eyjamönnum inná staðinn.

Þegar að matargerðinni kemur er mikið lagt upp úr gæðum og og ferskum hráefnum á staðnum. Allt er búið til frá grunni á staðnum og fiskurinn er sóttur ferskur og splunkunýr á höfnina á hverjum degi. „Fiskur dagsins er ávallt það nýjasta sem völ er á hverjum degi,“segir Sigurður. Fleiri leyndardóma í matargerðinni er að finna í þættinum Matur og Heimili í kvöld sem sýndur verður klukkan 19.00 og aftur klukkan 21.00 á Hringbraut.

FBL Gott 1.jpeg

Ljúffengur hlýri var fiskur dagsins þegar Sjöfn heimsótti Sigurð á Gott.

Missið ekki af frábærri heimsókn Sjafnar á GOTT í kvöld.