Fylgi Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík í nýafstöðnum kosningum er það næstlélegasta í nær hundrað ára sögu. Einungis er afhroðið 2014 verra en núna. Þá var fylgið 25.7% en núna 30.8%.
Allt bendir til þess að flokkurinn verði áfram í minnihluta, og valdalaus, í borgarstjórn Reykjavíkur eins og verið hefur.
Þrátt fyrir þessa útreið heldur Eyþór Arnalds því fram í bréfi til flokksmanna að sjálfstæðismenn í borginni hafi unnið “stórsigur”.
Nær enginn vilji var hjá öðrum flokkum að efna til samstarfs við flokkinn og því standa nú yfir viðræður um myndun nýs meirihluta þar sem Sjálfstæðisflokkurinn kemur hvergi nærri.
Markmið flokksins hlýtur að hafa verið að komast til valda í borginni og ná mun meiri árangri en hinum næstlélegasta á hundrað árum!
Er Eyþór að reyna að blekkja flokksmenn - eða skilur hann þetta ekki?
Rtá.