Útieldhús í garðinn eða á pallinn eru farin að skipa stóran sess á heimilum í dag og æ, fleiri kjósa og vilja stækka heimilið með því að flæða út í garð og nýta svæðið betur. Þegar kemur að því að velja sér draumaeldhúsið er margt áhugavert í boði bæði hvað varðar hönnunnar möguleikana sem og tæki og tól og einingar.
Baldur Kári Eyjólfsson og Sjöfn Þórðar skoða nýjustu útieldhúseiningarnar sem í boði eru.
Sjöfn Þórðar heimsækir Baldur Kára Eyjólfsson í verslunina Eirvík og kíkir á hvað er í boði þar. En Eirvík er meðal annars komin með einstaka nýjung, hágæða útieldhús og húsgögn frá sænska framleiðandanum Röshults sem koma í einingum sem bjóða uppá ótal möguleika á uppröðun og hver og einn getur sett upp sitt drauma útieldhús.
„Hver og einn getur valið sér einingar, efnivið eftir sínu höfði og hannað sitt draumaeldhús,“segir Baldur Kári og er vonum ánægður með þess kærkomnu viðbót í eldhúsflóruna utandyra.
Meira um þessar glæsilegu einingar í útieldhúsinu í þættinum Matur og Heimili með Sjöfn Þórðar á Hringbraut í kvöld klukkan 19.00 og aftur klukkan 21.00. Sjón er sögu ríkari.