Á dögunum fór Sjöfn Þórðar í þættinum Matur & Heimili í innlit með leiðsögn innanhússarkitektsins Sólveigar Andreu Jónsdóttur í stórfenglega loft íbúð við Hverfisgötuna á annarri í hæð í fallegu húsi sem áður var starfrækt kaupfélag. Þessi stórglæsilega íbúð, sem er um 200 fermetrar að stærð, er sveipuð dulúð og rómantík, hlýleg og líka töff og það má segja að hægt sé að kynnast persónuleika húsráðenda með því að njóta þess sem augu ber.
Hjónin sem eiga íbúðina keyptu hana árið 2016 eftir að hafa haft augastað á henni í stuttan tíma. Þau kolféllu fyrir lofthæðinni og stóru gluggunum sem setja sterkan svip á rýmið og staðsetningin heillaði hjónin ennfremur þar sem Hverfisgata var í enduruppbyggingu og mannlífið, kaffi- og veitingahúsamenningin iðaði á lífi. Hverfisgatan hefur tekið stakaskiptum og húsin sem þar standa hafa hver sitt hlutverk. Þau ákváðu að taka íbúðina alla í gegn frá grunni og fengu Sólveigu Andreu til að sjá um hönnunina í samráði við þau og hafa umsjón með framkvæmdinni.
Sólveig Andrea lærð innanhúsarkitektúr i í Mílanó á Ítalíu og útskrifaðist árið 1998 frá Istituto Superiore di Architettura e Design MILANO. Sólveig þriggja barna móðir og með tvö barnabörn svo að það er nóg að gera á heimilinu. „Ég hef alltaf haft mikinn áhuga á hönnun og allt sem snýst um hana,“ segir Sólveig Andrea og sjálf hefur hún verið sjálfstætt starfandi frá 2014 en hefur unnið í gegnum tíðina í Pennanum, TARK arkitektastofu og síðast á AKS arkitektastofu. „Ég nýt þess að vera sjálfstætt starfandi og ráða mínum tíma sjálf og geta unnið þegar mér hentar og þá á hvaða tíma sem er.“
Eitt af skemmtilegustu verkefnunum sem innanhússarkitektar fá er að fá hanna eign sem á að taka í gegn frá grunni í samráði við húsráðendur og upplifa heildarútkomuna þar sem persónulegur stíll húsráðanda skín í gegn. Sólveig Andrea Jónsdóttir innanhússarkitekt fékk eitt slíkt verkefni í hendurnar árið 2016 og útkoman er hin glæsilegasta.
Sjöfn fór yfir hönnunarferlið með Sólveigu Andreu og fékk innsýn í heimilisstíl húsráðenda. „Þegar ég fæ hönnunarverkefni eins og þetta byrja ég á því að hitta eigendur eignarinnar og fara yfir þeirra hugmyndir. Húsráðendurnir sem hér búa eru með sterkan persónulegan stíl, eru smart og mikið smekkfólk þegar kemur að því að velja innstokksmuni, liti, efnivið, tæki og tól,“ segir Sólveig Andrea og það er sést um leið og inn er komið að þarna búa fagurkerar sem hafa auga fyrir fallegri hönnun og list. Hlýir brúnir tónar á veggjunum í bland við hvítt, jarðlitir í innanstokksmunum og húsbúnaði, mottur á vel völdum stöðum, fallegar hlutir sem eiga sér sögu prýða heimilið, mikið af fallegum verkum á veggjum og íburðarmikil og klassísk húsgögn sem fanga augað.
Hugsað er fyrir viðeigandi lýsingu í hverju rými, þar sem fagurfræðin og notagildið fara vel saman. Kristalsljósakróna setur glæsilegan og sterkan svip á opna stofurýmið og falleg borðstofuhúsgögn frá Heimilum og hugmyndum setja punktinn yfir i-ið.
Borðstofuskáparnir frá NORDAL vekja eftirtekt og koma frá versluninni Heimili og hugmyndir, Whisbone borðstofustólarnir eru frá Epal og leðurklæddu stólarnir eru frá versluninni Heimili og hugmyndir.
Brúni sófinn sem og svarti sófinn eru frá versluninni Heimili og hugmyndir sem er ein af uppáhalds verslunum húsráðanda. Hvíti sófinn er frá Bo Concept og nýtur sín vel með með dökku sófunum. Kristalsljósakrónan er frá Prag og settur glæsilegan svip á stofurýmið.
„Húsráðendur voru að sækjast eftir þessari loft íbúðastemmningu, opnu rými, leyfa loftunum að njóta sín í hráleikanum og leyfa veggjunum að vera ópússaðir og spartslaðir. Þau vildu halda upprunalegu gluggana og nýta dýptina á gluggakistunum. Þau vildu halda í þennan iðnaðarstíl og létu sérsmíða allar innréttingar og hurðar í stíl hjá Fagus í Þorlákshöfn,“ segir Andrea Sólveig og er ánægð með heildarmyndina á hönnun á öllum innréttingum og gólfefnum sem flæða um allt rýmið.
Segðu okkur aðeins frá hönnuninni og framkvæmdinni á þessari glæsilegu eign.
„Ég svo heppin að fá að gera „Loft“ sem ég elska. Þar fékk ég einnig að hafa frjálsar hendur og sníða heimilið að þörfum og persónulegum stíl þeirra hjóna. Það skemmtilega við íbúðina var að þetta var allt opinn geimur sem þurfti að byggja upp. Fyrir var meðal annars gamaldags og sjarmerandi lyfta sem virkar ennþá sem fær að njóta sín í forstofunni. Hugsað er út í hvert smáatriði og öllu raðað skemmtilega þar sem hver hlutur fær að njóta sín, eins og listverkin og munirnir á heimilinu,“ segir Sólveig Andrea bætir jafnframt við að uppröðunin hjá húsráðendum sé vönduð og laði augað að.
Hvað var það sem húsráðendur lögðu áherslu á þegar kom að vali á innréttingum?
„Húsráðendur vissu alveg hvað þeir vildu og höfðu sterka skoðun stílnum. Áhersla var lögð á „töff“ New York stíl sem á vel við íbúðir þar sem lofthæðin er mikil og láta rýmið flæða, sem mest opið, hafa hlýleikann í forgrunni, milda brúna tóna sem kalla fram dulúðina.“
Gardínurnar koma sérlega vel út í stóru og háu gluggunum, þær eru í lofthæð og eru gólfsíðar. Þær eru allar sérsaumaðar hjá versluninni Bazar.
Glerveggurinn inn í hjónaherbergið er teiknaður og sérsmíðaður af Þórir Ólafssyni hjá Suðulist.
Eldhúsið er bjart með stórri og glæsilegri eyju úr marmara frá Fígaró á móti svörtum innréttingum og hvítum og hrárum vegg með svörtum vegghillum sem setja sterkan svip á eldhúsið. „Þau vildu halda í iðnaðar útlitið og leyfa einfaldaleikanum að njóta sín í bland við gott vinnurými. Í eldhúsinu er fagurfræðinni og notagildinu fléttað vel saman.“
Allar innréttingar eru fá Fagus og ákváðu húsráðendur að hafa heildarmynd á rýminu og eru því allar innréttingar heimilisins sem og hurðar frá Fagus.Við marmara eyjuna eru þessir fallegu barstólar, þeir eru keyptir í versluninni Heimili og hugmyndir.
Fallegu loftljósin í eldhúsinu eru frá FLAMANT eru keypt í versluninni Heimili og hugmyndir. Lamparnir á hvíta veggnum í eldhúsinu setja sterkan svip á rýmið og eru þeir ásamt ljóskösturunum keyptir í Bandaríkjunum.
Hvað er það sem þér finnst skipta mestu máli þegar þú ert að skipuleggja opin rými eins og hér eru hvað varðar notagildi og fagurfræði?
„Ég mæli alltaf með því að láta fagaðila sjá um verkið og fá sér innanhússarkitekt til að skoða bestu útfærsluna. Þegar farið er af stað í stórar eða minni framkvæmdir. Enda er mikill kostnaður sem er á bak við svona stórar framkvæmdir og þarf að hugsa út í fólkið sem ætlar að búa þarna og þeirra þarfir. Velja þarf allt efnisval og annað. Svo allt smell passi saman að lokum,“segir Sólveig Andrea.
„Það er algjör draumur að vinna með fólki sem þorir eins og þessu smekkfólki sem eiga þessa íbúð og gaman að sjá verkefni sem maður hefur gert sem lifir lengi og hönnun þess. Sérstaklega þegar útkoman er eins glæsileg og raun ber vitni í þessu tilviki,“ segir Sólveig Andrea að lokum.
Sólveig Andrea lærði innanhúsarkitektúr i í Mílanó á Ítalíu og útskrifaðist árið 1998 frá Istituto Superiore di Architettura e Design MILANO. Hægt er að fylgjast með hönnun hennar og verkefnum á instragram síðunni hennar: https://www.instagram.com/solveig.innanhussarkitekt/
Sjáið myndirnar.
Bókahillurnar í sjónvarpsherberginu eru frá FLAMANT og voru keyptar í versluninni Heimilum og hugmyndum. Hlýlegi grái sófinn er úr NORR11 og viðarborðin litlu eru einnig keypt í versluninni Heimili og hugmyndir. Svarti legustóllin er vel staðsettur í sjónvarpsherberginu og er frá versluninni Heimili og hugmyndum.
Vandað er til verka á baðherberginu og hver hlutur gegnir ákveðnu hlutverki. Blöndunartæki og tól eru frá Birgisson. Blöndunartækin eru svört, mjög flott ítsölsk hönnun með mjúkum línum. Einnig eru flísarnar og öll gólfefni á íbúðinni frá Birgisson.
Parketið er stafaparket úr eik er lagt með fiskbeinamynstri sem kemur mjög vel út.
Hér er hægt að sjá innlitið í þættinum Matur & Heimili: Matur & Heimili
Ljósmyndarar Sigtryggur Ari Jóhannsson og Sólveig Andrea Jónsdóttir innanhússarkitekt